Það er einmitt það sem ekkjan sem hér er fjallað um féll á. Rétt er að hafa í huga að hér er um brandara að ræða, ekki sanna sögu að því að best er vitað.
Konan var 70 ára og langaði til að finna sér einhvern til að ylja sér með á síðkvöldum og veita henni félagsskap utan svefnherbergisins. Hún setti því auglýsingu í staðarblaðið, í henni stóð:
„Leita að félaga! Þarf að vera jafnaldri minn, má ekki eltast við aðrar konur og þarf enn að vera góður í rúminu. Áhugasamir verða að mæta sjálfir á staðinn.“
Næsta dag var dyrabjöllunni hringt. Ekkjan fór til dyra og brá mikið í brún þegar hún sá gráhærðan mann í hjólastól sitja við útidyrnar. Hann var handa og fótalaus. Hún sagði:
„Þú ert ekki að biðja mig um að íhuga að taka upp samband við þig, er það? Þú ert ekki með neina fætur.“ Maðurinn brosti og sagði:
„Þess vegna eltist ég ekki við aðrar konur!“
„En þú ert heldur ekki með hendur!“
Sagði gamla konan og það hnusaði í henni.
Maðurinn brosti aftur og sagði: „Þá ertu örugg um að ég geti ekki lamið þig!“
Ekkjan lyfti annarri augabrúninni, horfði á manninn og spurði: „Ertu góður í rúminu?“
Maðurinn hallaði sér fram, brosti breitt og spurði: „Hvernig heldurðu að ég hafi hringt bjöllunni?“