fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt

Pressan
Sunnudaginn 2. febrúar 2025 21:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið erfitt að kasta sér út á stefnumótamarkaðinn og kannski enn erfiðara ef langt er síðan að fólk var einhleypt. Það þarf því að fara út í þetta með opnum huga og ekki dæma fólk fyrirfram.

Það er einmitt það sem ekkjan sem hér er fjallað um féll á. Rétt er að hafa í huga að hér er um brandara að ræða, ekki sanna sögu að því að best er vitað.

Konan var 70 ára og langaði til að finna sér einhvern til að ylja sér með á síðkvöldum og veita henni félagsskap utan svefnherbergisins. Hún setti því auglýsingu í staðarblaðið, í henni stóð:

„Leita að félaga! Þarf að vera jafnaldri minn, má ekki eltast við aðrar konur og þarf enn að vera góður í rúminu. Áhugasamir verða að mæta sjálfir á staðinn.“

Næsta dag var dyrabjöllunni hringt. Ekkjan fór til dyra og brá mikið í brún þegar hún sá gráhærðan mann í hjólastól sitja við útidyrnar. Hann var handa og fótalaus. Hún sagði:

„Þú ert ekki að biðja mig um að íhuga að taka upp samband við þig, er það? Þú ert ekki með neina fætur.“ Maðurinn brosti og sagði:

„Þess vegna eltist ég ekki við aðrar konur!“

„En þú ert heldur ekki með hendur!“

Sagði gamla konan og það hnusaði í henni.

Maðurinn brosti aftur og sagði: „Þá ertu örugg um að ég geti ekki lamið þig!“

Ekkjan lyfti annarri augabrúninni, horfði á manninn og spurði: „Ertu góður í rúminu?“

Maðurinn hallaði sér fram, brosti breitt og spurði: „Hvernig heldurðu að ég hafi hringt bjöllunni?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun