fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Pressan

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Pressan
Miðvikudaginn 29. október 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norman Mearle Grim Jr., 65 ára fangi á dauðadeild í Flórída, var tekinn af lífi með banvænni lyfjablöndu í gærkvöldi. Norman þessi var dæmdur til dauða fyrir nauðgun og morð á nágranna sínum, Cynthiu Campbell, árið 1998.

Þetta var fimmtánda aftakan í Flórídaríki á árinu og hafa þær aldrei verið fleiri á einu ári síðan Hæstiréttur Bandaríkjanna heimilaði aftur dauðarefsingar árið 1976. Tvær aftökur til viðbótar eru fyrirhugaðar í nóvembermánuði.

Tilkynnt var um hvarf Cynthiu í júlí 1998 og fannst lík hennar illa farið í sjónum nokkrum dögum síðar við Pensacola-flóa. DNA-gögn vörpuðu ljósi á að Norman væri sökudólgurinn en þrátt fyrir það neitaði hann sök í málinu. Árið 2000 var hann dæmdur til dauða.

Cynthia var beitt margskonar ofbeldi áður en hún lést og voru ummerki á líkinu eftir barsmíðar með hamri og hníf. Leiddi krufning í ljós að sjö stungusár voru í hjarta hennar.

Norman vaknaði snemma í gærmorgun og fékk síðar um daginn sína hinstu máltíð sem samanstóð af steiktum svínakótelettum, kartöflumús og súkkulaðisjeik.

Ted Veerman, talsmaður fangelsisins þar sem aftakan fór fram, sagði við fjölmiðla í gær að Norman hefði hvorki fengið heimsóknir né óskað eftir aðkomu prests áður en hann var tekinn af lífi.

Síðan Hæstiréttur Bandaríkjanna heimilaði aftur dauðarefsingar árið 1976 hefur mesti fjölda aftaka í Flórída á einu ári verið átta. Það var árið 2014. Flórída hefur nú framkvæmt fleiri aftökur en nokkurt annað ríki í Bandaríkjunum á árinu; Texas og Alabama fylgja þar á eftir, hvort um sig með fimm aftökur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

9 hlutir sem þú ættir ekki að geyma inni á baði

9 hlutir sem þú ættir ekki að geyma inni á baði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bað gervigreindina um að velja lottótölurnar – Vann 12 milljónir

Bað gervigreindina um að velja lottótölurnar – Vann 12 milljónir