fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Pressan
Miðvikudaginn 29. október 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Pam Bondi, tilkynnti fyrir helgi að ráðuneyti hennar ætlaði að senda alríkiseftirlitsaðila til Kaliforníu til að vakta kjörstaði þegar kosningar fara fram í ríkinu þann 4. nóvember næstkomandi.

Á kjörseðlinum er svokölluð Tillaga 50, þar sem ríkisstjórinn leggur til nýja kjördæmaskipan fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Tillagan er viðbragð demókrata við aðgerðum ríkja þar sem repúblikanar eru við völd, en þar er verið að endurskipuleggja kjördæmaskipan til að auka líkur á að Repúblikanar vinni kosningarnar.

Ríkisstjóri Kaliforníu, Gavin Newsom, telur ljóst að eftirlitsaðilunum sé ætlað að skapa tortryggni um niðurstöðu kosninganna þann 4. nóvember og ætlar ekki að taka því þegjandi og hljóðalaust. Hann segir að hér sé ríkisstjórn Trump með beinum hætti að reyna að hafa afskipti af kosningum sem séu á forræði Kaliforníu.

„Þetta er of langt gengið,“ sagði Newsom á föstudaginn.

Nú hefur dómsmálaráðherra Kaliforníu, Rob Bonta, tilkynnt að Kalifornía muni senda sína eigin eftirlitsmenn til að vakta alríkiseftirlitsmennina frá Pam Bondi. Það sé nauðsynlegt til að tryggja að traust ríki um kosningarnar og til að tryggja að alríkiseftirlitsmennirnir fylgi kosningalögum og til að koma í veg fyrir að Trump reyni að grafa undan lýðræðilegri niðurstöðu kosninga. Bonta sagði 100 prósent líkur á að því alríkismennirnir muni annars koma með falskar ásakanir um kosningasvindl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi