fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Pressan
Þriðjudaginn 28. október 2025 16:30

Lizard-eyja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk lögregluyfirvöld hafa hafið rannsókn á dauða áttræðrar konu sem virðist hafa gleymst á eyjunni Lizard við Kóralrifið mikla um liðna helgi.

Konan var á eigin vegum í siglingu með Coral Expedition þegar skipið kom við á fyrrnefndri eyju. Innan við hundrað manns hafa fasta búsetu á eyjunni og gekk hópurinn á hæsta tind eyjunnar sem heitir Cook’s Look.

Hópurinn skilaði sér til baka síðar sama dag og hélt skipið áfram, en skipstjórnendur og forsvarsmenn ferðarinnar áttuðu sig ekki á því að konan hafði ekki skilað sér í skipið.

Óvíst er hvað fór úrskeiðis en í áströlskum fjölmiðlum kemur fram að annað hvort hafi konan villst eða dottið. Hvarf konunnar kom ekki í ljós fyrr en daginn eftir og fannst hún látin á eyjunni á sunnudaginn.

Lögregla telur ekki að neitt saknæmt hafi átt sér stað þegar konan lést.

Skipið lagði af stað með 120 farþega þann 17. október síðastliðinn, en um var að ræða 60 nátta siglingu umhverfis Ástralíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi