fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Segir að Belgía sé nánast orðið fíkniefnaríki

Pressan
Mánudaginn 27. október 2025 19:15

Tollverðir kíkja inn í gám á höfninni í Antwerpen. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiturlyfjasmygl er að breyta Belgíu í eiturlyfjaríki og réttarríkið er í hættu. Þetta er mat dómara í belgísku borginni Antwerpen en hann skrifaði nafnlausa grein sem birtist á vef belgíska dómstólakerfisins um helgina.

Greinin sem um ræðir hefur vakið talsverða athygli en í henni biðlar hann til stjórnvalda um að veita þessu athygli og bregðast við.

„Það sem er að gerast núna í okkar umdæmi og víðar er ekki lengur hefðbundin glæpastarfsemi. Við stöndum frammi fyrir skipulagðri ógn sem grefur undan stofnunum okkar,“ skrifaði rannsóknardómarinn í bréfinu en Politico fjallar um þetta.

Hann segir að mafíustarfsemi hafi fest rætur og myndað valdakerfi sem ógnar ekki bara lögreglunni heldur einnig dómskerfinu.

Talið er að höfnin í Antwerpen sé eitt helsta flutningshlið ólöglegra fíkniefna inn í Belgíu og Evrópu í heild sinni. Í Brussel, skammt suður af Antwerpen, hefur alvarlegum glæpum sem tengjast eiturlyfjum og átökum glæpagengja fjölgað mjög. Hafa yfir 60 skotárásir verið tilkynntar til lögreglu á árinu.

Í nafnlausa bréfinu tekur dómarinn fram að eiturlyfjaríki einkennist af neðanjarðarhagkerfi, spillingu og ofbeldi. Allt séu þetta skilyrði sem Belgía uppfyllir í dag, að hans mati. Hann bendir á að spilling hafi smogið inn í opinberar stofnanir og hægt sé að panta mannrán á Snapchat.

„Þessi mútustarfsemi síast inn í stofnanir okkar. Mál þau sem ég hef haft yfirumsjón með á undanförnum árum — og ég er aðeins einn af sautján rannsóknardómurum í Antwerpen — hafa leitt til þess að starfsmenn í lykilstöðum hafa verið handteknir,” segir hann og nefnir starfsmenn við höfnina í Antwerpen, tollverði, lögreglumenn og jafnvel fólk innan dómskerfisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi