
Leikkonan Demi Moore rifjar upp vinnu sína með Tom Cruise við kvikmyndina A Few Good Men og hvers vegna hún telur að leikarinn hafi hugsanlega verið vandræðalegur vegna meðgöngu sinnar á undirbúningstímanum.
Í spurt og svarað samtali við Jia Tolentino á New Yorker-hátíðinni þann 25. október sagði leikkonan, 62 ára, að hún hefði verið gengin næstum átta mánuði þegar hún byrjaði að lesa línur fyrir myndina ásamt leikstjóranum Rob Reiner og meðleikaranum Tom Cruise.
„Ég held að Tom hafi verið frekar vandræðalegur,“ sagði Moore. „Mér leið reyndar vel með það. Ég var samt að hreyfa mig, ekki satt? En ég gat séð að honum fannst það svolítið vandræðalegt.“

Moore gekk með annað barn sitt og þáverandi eiginmanns síns, leikarans Bruce Willi, Scott, en saman eiga þau einnig dæturnar Rumer Willis og Tallulah Willis.
Moore útskýrði ennfremur að hún teldi að Cruise gæti hafa liðið óþægilega þar sem fáir jafnaldrar þeirra í Hollywood voru að eignast börn á þessum tíma, sem hún segir hafa verið vegna þrýstingsins að velja á milli þess að stunda starfsferil og að vera móðir.
„Þetta er einn af mörgum hlutum, fyrir mig, sem mér fannst bara ekki vera skynsamlegt. Svo ég véfengdi það og sagði, þú veist, Af hverju ekki? Af hverju geturðu ekki átt hvort tveggja’“ sagði hún. „En með því, held ég, fylgdi mikil pressa sem ég setti á sjálfa mig til að, á vissan hátt, sanna að það væri mögulegt.“
Myndin A Few Good Men er byggð á samnefndu leikriti eftir Aaron Sorkin frá árinu 1989 og fjallar um tvo bandaríska sjóliða sem eru ákærðir fyrir morð á öðrum sjóliða.Myndin kom út árið 1992 og voru Moore og Cruise þá þrítug.
Moore viðurkenndi að hún hefði orðið áköf í að sanna að hún gæti tekist á við móðurhlutverkið með leiklistarferlinum.
„Ég lít til baka á þennan tíma núna og hugsa: „Hvað í andskotanum var ég að hugsa?’ Og hvað var ég jafnvel að reyna að sanna? En það var ekki eins mikill stuðningur og er í dag. Þú veist, að vera með barn á brjósti og svo æfa atriði.“
Moore útskýrði að næsta kynslóð leikkvenna þyrfti ekki að leggja eins mikið á sig vegna þess að ungar mæður í greininni fengju meiri stuðning og minntist þess að hún hefði fundið fyrir þrýstingi til að komast í form fyrir myndina áður en hún fæddi barnið.
„Ég ætlaði að vera í herbúningi og líklega var ég of spennt og byrjaði að æfa og reyna að komast í form jafnvel áður en hún fæddist,“ sagði Moore. „Ég fór í tveggja og hálfs tíma göngu daginn sem ég missti vatnið. Ég fór 38 km hjólreiðatúr og var svo að dansa í reggíklúbbi, þess vegna fæddist hún tveimur og hálfri viku fyrr.“
Moore talaði einnig um Óskarstilnefnda hlutverk sitt í The Substance.
„Það sem hefur snert mig mest er auðvitað að ég vissi að konur á mínum aldri myndu örugglega tengja við myndina,, en það er unga fólkið sem hefur séð sjálft sig í þessu sem hefur snert mig mest,“ sagði hún.