
Samkvæmt tilkynningunni ætlaði hópurinn að flytja efnið til Kína í gegnum Rússland. Öryggisþjónustan birti jafnframt myndband af aðgerðinni þar sem handtökurnar fóru fram.
Í tilkynningu stofnunarinnar kemur einnig fram að meðlimir hópsins hefðu ætlað að greiða 400.000 Bandaríkjadali fyrir hið geislavirka efni
Yfirvöld segja að kínverskur ríkisborgari sem þegar var staddur í Georgíu, og hafði brotið gegn lögum um dvalarleyfi, hafi tekið á móti löndum sínum í þeim tilgangi að leita að úrani í Georgíu. Voru þeir handteknir þegar þeir voru að ganga frá lausum endum varðandi kaupin.
Ekki liggur fyrir í hvaða tilgangi mennirnir ætluðu að nota efnið í.