fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Mál glæsikvendis skekur Brasilíu – Móðir, laganemi og raðmorðingi

Pressan
Sunnudaginn 19. október 2025 21:30

Ana Paula

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ana Paula Veloso Fernandes, 36 ára móðir og laganemi frá São Paulo, er grunuð um að hafa myrt að minnsta kosti fjóra einstaklinga á fimm mánaða tímabili, þar á meðal leigusala sinn. Er hún sögð hafa geymt rotnandi lík hans inni á heimili sínu í fimm daga.

Málið hefur vakið gífurlega athygli í Brasilíu, ekki síst vegna útlits Önu Paulu, sem þykir hugguleg í meira lagi og passar illa við þá ímynd sem fólk hefur almennt á raðmorðingjum.

Sennilega á orðtakið „flagð undir fögru skinni“ hvergi jafnvel við og í tilviki Önu Paulu. Í umfjöllun CNN kemur fram að lögregla lýsi henni sem „afar stjórnsamri, samviskulausri sem fái ánægju út úr því að drepa“.

Eitt fórnarlamb hennar var leigusali hennar, Marceol Hari Fonseca. Ana Paula er sögð hafa stungið hann til bana í janúar eftir rifrildi og lík hans síðan fundist á heimili hennar þar sem hún hafði reynt að fela það. Ólyktin kom hins vegar upp um hana að lokum.

Um svipað leyti á Ana Paula að hafa myrt þrjár aðrar manneskjur með því að byrla þeim rottueitur, annaðhvort í þeim tilgangi að ræna peningum af viðkomandi eða hreinlega hefna sín á þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 6 dögum

Trump segist ekki viss um að hann komist inn í himnaríki

Trump segist ekki viss um að hann komist inn í himnaríki
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið