fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Pressan
Sunnudaginn 19. október 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samuel Lee Smithers, 72 ára fangi á dauðadeild í Flórída, var tekinn af lífi í vikunni með banvænni sprautu. Þar með var bundinn endir á sakamál sem skók Flórída vorið 1996 þegar Smithers þessi myrti tvær ungar vændiskonur.

Um var að ræða fjórtándu aftökuna í Flórída á árinu og hafa þær aldrei verið fleiri. Verjendur hans reyndu að fá dómara til að sýna Smithers miskunn vegna hás aldurs en það var ekki tekið í mál.

Það var í maí 1996 sem Smithers mælti sér mót við tvær konur, Christy Cowan og Denise Roach, á móteli á mismunandi tímum þar sem hann bauð þeim peninga fyrir kynlíf. Á þessum tíma vann hann við garðyrkjustörf á 27 hektara landareign nálægt Plant City í Flórída.

Eigandi landareignarinnar, ónefnd kona, var félagsmaður í kirkju þar sem Smithers gegndi starfi aðstoðarmanns og fékk hann garðyrkjustarfið í gegnum hana.

Þann 28. maí 1996 kom konan óvænt að Smithers þar sem hann var að þrífa blóðuga öxi á bílastæði við hús á lóðinni.

Hún spurði hann hvað hefði gerst og svaraði hann því til að „smádýr hafi líklega verið drepið þarna“ – sem átti að skýra blóðið. Hún tók eftir að blóð var á gólfinu í bílskúrnum og á bílastæðinu við húsið.

Konunni leið ónotalega eftir atvikið og ákvað að hafa samband við lögreglu. Þegar lögreglumaður kom á vettvang síðar sama dag var búið að hreinsa blóðið burt, en för sáust í grasinu eins og eitthvað hefði verið dregið út í tjörn skammt frá. Þegar lögreglumaðurinn elti slóðina fann hann lík Christy og Denise í tjörninni. Báðar höfðu verið kyrktar og barðar með einhvers konar verkfæri, líklega sömu öxi og Smithers var að þrífa við bílskúrinn.

Smithers játaði sök í málinu og hlaut hann dauðadóm árið 1999. Smithers var úrskurðaður látinn klukkan 18:15 á þriðjudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“

Ríkisstjóri vann 170 milljónir í spilavíti í Las Vegas – „Ég var ótrúlega heppinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 6 dögum

Trump segist ekki viss um að hann komist inn í himnaríki

Trump segist ekki viss um að hann komist inn í himnaríki
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið