fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Pressan

Ferðamannaland fer nýja leið til að takast á við vatnsskort – Fylla sundlaugarnar með sjó

Pressan
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 08:00

Frá Grikklandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar farið er til sólarlanda, þá kjósa sumir að halda sig við sundlaugina í hótelgarðinum til að sleppa við steina, sand og salt sem límist við líkamann. Aðrir kjósa að fara á ströndina og busla í sjónum og njóta strandlífsins.

Í Grikklandi er orðinn viðvarandi vatnsskortur á sumrin og því leita yfirvöld og ferðaþjónustufyrirtæki leiða til að bregðast við honum. Þingið ræðir nú nýja löggjöf sem miðar að því að takast á við ferskvatnsvandann.

Ef frumvarpið verður að lögum, þá gætu hótel við ströndina neyðst til að fylla sundlaugarnar sínar með sjó í staðinn fyrir ferskvatn í sumar. Euronews skýrir frá þessu.

Lagt er til að sjó verði dælt í sundlaugar strandhótela til að spara vatn sem verður þá hægt að nota í önnur mikilvægari verkefni á svæðinu. Hótelin eiga að laga lagnakerfi sín að þessu og hreinsa sjóinn, meðal annars fjarlægja klór úr honum, áður en honum verður dælt úr laugunum.

Klór er ekki góður fyrir lífríki sjávar og því þarf að gera ráðstafanir af þessu tagi.

Ferskvatnið, sem sparast, verður hægt að nota sem drykkjarvatn, til að vökva matjurtir, matseldar og margra annarra hluta.

Grikkir hafa upplifað mikla þurrka undanfarin tvö ár. Meðaltals úrkomumagnið minnkaði um 12% frá 1971 til 2020 miðað við magnið frá 1901 til 1970.

Ferðamannatíminn á þessu ári mun væntanlega auka þrýstinginn á þessa náttúruauðlind, sem vatn er, enn frekar, sérstaklega á Krít og öðrum vinsælum ferðamannaeyjum í Eyjahafi. Þar hefur úrkomumagnið dregist saman um 20%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bæði kynin dragast að klámi

Bæði kynin dragast að klámi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Henti handklæðunum í vél – Áttaði sig á mistökunum þegar vélin var búin

Henti handklæðunum í vél – Áttaði sig á mistökunum þegar vélin var búin