fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Pressan
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 07:00

Axel Rubakubana. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir mánuði síðan neitaði Axel Rubakubana, 18 ára, öllu því sem honum var gefið að sök, það er að hafa myrt þrjár litlar stúlkur sem voru í dansskóla í Southport síðasta sumar.

Axel kom fyrir rétt á mánudaginn, í fyrsta sinn. Þegar saksóknarinn las ákæruatriðin 16 upp eitt af öðru, svaraði Axel „sekur“ við hvert og eitt.

Áætlað hafði verið að réttarhöldin myndu taka fjórar vikur en þau verða hugsanlega mun styttri þar sem Axel játaði sök.

Morðin vöktu mikinn óhug og athygli um allan heim. Það var á fyrsta degi sumarleyfis skólanna að ung börn og foreldrar þeirra mættu í Taylor Swift danskennslu í dansskóla í Southport.

En kyrrðin var fljótt rofin þegar unglingur, Axel, ruddist inn og réðst á börn og fullorðna með hnífi. Þrjár stúlkur, sex, sjö og níu ára, létust. Tíu til viðbótar særðust.

Lögreglan handtók Axel á vettvangi.

Málið vakti upp mikla reiðiöldu í Bretland og blásið var til mótmæla víða um landið og til mikilla óeirða kom. Öfgahægrimenn nýttu sér mótmælin til ofbeldisverka og einnig fóru þeir sem mótmæltu kynþáttahöturum að láta að sér kveða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun