fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Símtalið sem breytti öllu – „Pabbi á að deyja í fangelsi“

Pressan
Mánudaginn 13. janúar 2025 04:05

Dominique og Gisele.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 20.25 á mánudagskvöldi í nóvember 2020 fékk Caroline Darian símtal sem umturnaði lífi hennar og tilveru algjörlega.

Það var móðir hennar, Giséle Pélicot, sem hringdi. Hún sagðist hafa uppgötvað um morguninn að eiginmaður hennar, Dominique Pélicot, sem er faðir Caroline, hefði í um tíu ár gefið henni róandi lyf til að hinir ýmsu karlar gætu nauðgað henni.

„Á þessu augnabliki glataði ég því sem var eðlilegt líf,“ sagði Caroline, sem er 46 ára, í samtali við BBC og bætti við að það sem móðir hennar sagði henni, hafi verið eins og að lenda í „jarðskjálfta, flóðbylgju“.

Dominique var nýlega fundinn sekur um öll ákæruatriðin og dæmdur í 20 ára fangelsi. Hann áfrýjaði dómnum ekki.

Málið hefur verið mikið í fréttum og vakti heimsathygli.

Caroline hefur mjög ákveðnar skoðanir á örlögum föður síns: „Hann á að deyja í fangelsi. Hann er hættulegur,“ sagði hún.

Hún sagðist ekki sátt við að sú mynd sé dregin upp af föður hennar að hann sé „skrímsli“. Hann hafi vitað hvað hann var að gera og hafi ekki þjáðst af andlegum veikindum þegar hann beitti Giséle ofbeldi.

Auk hans var 51 til viðbótar ákærður í málinu. Allir fyrir að hafa nauðgað Giséle. Allir voru þeir sakfelldir og dæmdir til refsingar.

Pélicot, sem er 72 ára, var fundinn sekur um að hafa byrlað Giséle róandi lyf til að geta látið ókunnuga karlmenn nauðga henni. Hann tók nauðganirnar upp og geymdi upptökurnar í tölvunni sinni.

Hann játaði að hafa skipulagt nauðganirnar sem stóðu yfir í um tíu ár. Karlana, sem hann lefyði að nauðga Giséle, komst hann í samband við á netinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun