En nú mætir Apple mótspyrnu á því sviði að sögn Input sem segir að stóru bílaframleiðendurnir hafi ekki tekið eins vel á móti CarPlay Ultra og Apple vonaðist til.
CarPlay Ultra á að stýra hlutum eins og hraða, hitastigi og sýna eldsneytisstöðuna á stafrænan hátt. En Mercedes, Audi, Volvo og Porsche, sem höfðu öll sýnt áhuga á CarPlay Ultra, hafa nú bakkað.
Ástæðan er að ef þau láta Apple eftir stjórnina á öllum stafrænum stjórntækjum bílsins, þá geta þau ekki haft sömu yfirráð yfir stjórntækjunum og þau vilja og einnig geta fyrirtækin orðið af peningum með þessu.
Input segir að einn stjórnandi hjá Renault hafi ekki skafið utan af hlutunum þegar hann ræddi við fulltrúa Apple og hafi sagt: „Ekki ráðast inn í kerfin okkar.“
Það er aðeins Aston Martin sem er með CarPlay Ultra, enn sem komið er.
Standardútgáfan af CarPlay er enn mjög mikið notuð í bílum. Apple segir að 98% nýrra bíla í Bandaríkjunum getið notað CarPlay og er forritið notað 600 milljón sinnum á hverju degi.