fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Pressan
Þriðjudaginn 1. júlí 2025 03:13

Farþegarnir í rólegheitum og áhafnarmeðlimir á fullu í flugstjórnarklefanum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan farþegarnir halla sér aftur í sætunum og njóta (vonandi) flugferðarinnar, njóta áhafnarmeðlimir hennar jafnvel enn betur (svona stundum) ef miða má við orð Cierra Mistt, sem er reynslumikil flugfreyja.

Í myndbandi, sem hún birti á TikTok, segir hún að þegar flugmenn og aðrir áhafnarmeðlimir komist í „mile high club“ þá séu þeir í vinnunni með vél fulla af farþegum.

„Það eru að minnsta kosti tveir flugmenn í flugstjórnarklefanum og það verða alltaf að vera minnst tveir þar inni allt flugið. Ef flugmaður er svangur eða þarf að pissa, þá verður hann að yfirgefa flugstjórnarklefann og flugfreyja eða flugþjónn verða að fara inn í staðinn. Það er þannig sem fólk kemst í „mile high club“ (sem er „klúbbur“ þeirra sem hafa stundað kynlíf í háloftunum).

Mistt gefur jafnframt í skyn í myndbandinu að hún hafi stundað kynlíf einu sinni eða tvisvar í vinnunni.

Hún segir að til að kynlíf áhafnarmeðlima geti orðið gott þurfi þeir að fylgja ákveðnum reglum.

„Númer eitt – vertu viss um að þú sért að vinna með áhöfn sem þú getur treyst og veit að þú ætlar að stunda kynlíf.“

„Númer tvö – veldu flug sem þú veist að flýgur venjulega þægilega leið.“

„Um leið og þú ert kominn með þetta tvennt, þá er þriðja reglan sáraeinföld: Fáðu einn flugmann til að koma út úr flugstjórnarklefanum og láttu flugfreyju eða flugþjón fara inn í staðinn.“

„Farþegarnir hafa enga hugmynd um hvað fer fram í flugstjórnarklefanum. Vélin er á sjálfstýringu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Frá Roma til Besiktas
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Smyglarnir hafa fundið ótrúlega aðferð til að smygla fólki

Smyglarnir hafa fundið ótrúlega aðferð til að smygla fólki