Þetta á að gera ólöglegum innflytjendum auðvelt fyrir við að yfirgefa Bandaríkin og hefur Trump gefið þessu verkefni heitið „Project homecoming“.
Hann skýrði frá þessu í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum.
Hann hefur nú þegar gefið út forsetatilskipun um þetta en hún gengur í sjálfu sér bara út á að koma ólöglegum innflytjendum úr landi. Er þeim því boðið upp á ókeypis flugfar og reiðufé við brottförina.
Sérfræðingar telja að ástæðan fyrir þessari nálgun Trump sé að þetta sé miklu ódýrari lausn en að þurfa að finna ólöglegu innflytjendurna og senda þá úr landi. Það er til dæmis gríðarlega dýrt að byggja upp kerfi sem getur flutt eins marga ólöglega innflytjendur úr landi og Trump hefur lofað að gera.