fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Pressan

Heyrir iPhone brátt sögunni til? – Yfirmaður Apple gaf það í skyn

Pressan
Föstudaginn 16. maí 2025 03:15

iPhone-símarnir gætu horfið af sjónarsviðinu í framtíðinni. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir geta eflaust ekki séð framtíðina fyrir sér án þess að þeir hafi iPhone símann sinn. En það getur Eddy Cue, sem er einn af yfirmönnum Apple.

Í tengslum við réttarhöld, sem snúast um samkeppnismál tengd Google leitarvélinni, sagði hann að eftir tíu ár verði fólk hugsanlega hætt að nota iPhone.

Tek.no skýrir frá þessu.

„Hversu klikkað sem það nú hljómar, þá hefur þú kannski ekki þörf fyrir iPhone eftir tíu ár,“ sagði hann og vísaði þar til að fólk verði þá hugsanlega farið að nota allt önnur tæki.

Þetta gætu til dæmis verið gervigreindargleraugu eða gervigreindaraðstoðartæki. Þau gætu gert iPhone úrelta.

„Ekta samkeppni verður til þegar tæknibylting á sér stað. Tæknibylting veitir nýja möguleika. Gervigreind er tæknibylting og skapar tækifæri fyrir nýja aðila,“ sagði Cue.

Frá því að fyrsti iPhone síminn kom á markaðinn 2007 hefur Apple selt 2,6 milljarða iPhone á heimsvísu. Síminn á stóran hlut að máli varðandi stöðu Apple í dag sem eins auðugasta fyrirtækis heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér geta reykingar, kynlíf og áfengi kostað ferðamenn stórfé í sektir

Hér geta reykingar, kynlíf og áfengi kostað ferðamenn stórfé í sektir
Pressan
Í gær

Segir bandarísku forsetahjónin hafa slitið samvistir

Segir bandarísku forsetahjónin hafa slitið samvistir
Pressan
Í gær

Unglingur spurði þingmann hvers vegna Trump væri svona appelsínugulur – svarið hefur vakið athygli

Unglingur spurði þingmann hvers vegna Trump væri svona appelsínugulur – svarið hefur vakið athygli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta sláandi upplýsingar um fund George Clooney og Joe Biden í nýrri bók

Birta sláandi upplýsingar um fund George Clooney og Joe Biden í nýrri bók
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spánverjar stytta vinnuviku 12,5 milljóna manna

Spánverjar stytta vinnuviku 12,5 milljóna manna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja jólin í hættu vegna Trump

Segja jólin í hættu vegna Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frakkar vísa rússneskri falsfrétt um meint kókaín til föðurhúsanna – „Við verðum að vera á varðbergi“

Frakkar vísa rússneskri falsfrétt um meint kókaín til föðurhúsanna – „Við verðum að vera á varðbergi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakfelld fyrir að selja dóttur sína mansali

Sakfelld fyrir að selja dóttur sína mansali