Í tengslum við réttarhöld, sem snúast um samkeppnismál tengd Google leitarvélinni, sagði hann að eftir tíu ár verði fólk hugsanlega hætt að nota iPhone.
Tek.no skýrir frá þessu.
„Hversu klikkað sem það nú hljómar, þá hefur þú kannski ekki þörf fyrir iPhone eftir tíu ár,“ sagði hann og vísaði þar til að fólk verði þá hugsanlega farið að nota allt önnur tæki.
Þetta gætu til dæmis verið gervigreindargleraugu eða gervigreindaraðstoðartæki. Þau gætu gert iPhone úrelta.
„Ekta samkeppni verður til þegar tæknibylting á sér stað. Tæknibylting veitir nýja möguleika. Gervigreind er tæknibylting og skapar tækifæri fyrir nýja aðila,“ sagði Cue.
Frá því að fyrsti iPhone síminn kom á markaðinn 2007 hefur Apple selt 2,6 milljarða iPhone á heimsvísu. Síminn á stóran hlut að máli varðandi stöðu Apple í dag sem eins auðugasta fyrirtækis heims.