fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Pressan

Hæðast að Trump og saka hann um að hafa sofnað á blaðamannafundi –

Pressan
Fimmtudaginn 15. maí 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti skellti sér í umdeilda embættisferð til Sádi-Arabíu í vikunni. Þar mætti hann meðal annars a blaðamannafund í Riyadh á þriðjudag þar sem hann fundaði. með krónprinsi Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman og tilkynnti afléttingu allra efnahagsþvinganna gegn konungsríkinu á Arabíuskaganum.

Netverjar, sem líkast til kusu ekki Trump og eru almennt á móti honum, hafa nú hæðst að forsetanum fyrir fundinn, en þar sást Trump loka augunum um stund. Mögulega var hann aðeins að hvíla augun, mögulega dottaði hann. Netverjum finnst þetta sérlega fyndið í ljósi þess að Trump uppnefndi forvera sinn, Joe Biden, gjarnan Syfjaða Jóa (e. Sleepy Joe)

Mikil gleði hefur nú gripið um sig á samfélagsmiðlinum X þar sem andstæðingar Trump hafa hann að háði og spotti. Stuðningsmenn hans trúa því meira að segja sumir að hann hafi dottað á fundinum á þriðjudaginn en hann eigi það skilið eftir allt hans góða starf í þágu bandarísku þjóðarinnar.

Dæmi um ummæli netverja:

  • „Hvernig getur einhver sofið fyrir framan fjölmiðla?“
  • „Syfjaði Don“
  • „Gamli syfjaði Don: Trump staðinn að því að dotta í Sádi-Arabíu“
  • „Syfjaði Don að fá sér kríu á sínum eigin blaðamannafundi. Lítil orka. Dapurlegt“
  • „Og, ég held að hann hafi haldið að hann væri dauður. Hann þurfti að líta upp til að sjá hvort hann væri í helvíti eða ekki“
  • „Ég er sannfærður um að nú komi fullt af fyrirsögnum um meinta hrörnun hans, er það ekki?“
  • „Hann er of gamall til að vera forseti. Þetta er ofbeldi gegn öldruðum“
  • „Ég vil ekki heyra orð um Syfjaða Jóa aftur. Trump getur ekki haldið sér vakandi og hefur ekki hugmynd um hvað er í gangi svo ekki furða að í hvert sinn sem hann er spurður að einhverju er svarið: Ég veit það ekki“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump er sakaður um að vera syfjaður. Fyrir ári var Trump sakaður um að dotta í dómsal rétt áður en þinghald hófst í máli ákæruvaldsins gegn honum. Eins er því haldið fram að hann hafi sofnað á kosningafundi í október á síðasta ári. Loks héldu margir því fram að Trump hefði fengið sér blund í jarðarför Frans páfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Reyndu að ræna dóttur og barnabarni rafmyntakóngs

Reyndu að ræna dóttur og barnabarni rafmyntakóngs
Pressan
Í gær

Unglingur spurði þingmann hvers vegna Trump væri svona appelsínugulur – svarið hefur vakið athygli

Unglingur spurði þingmann hvers vegna Trump væri svona appelsínugulur – svarið hefur vakið athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump foj yfir gagnrýni á lúxusþotuna – „Heimsklassa aumingjar“

Donald Trump foj yfir gagnrýni á lúxusþotuna – „Heimsklassa aumingjar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frakkar vísa rússneskri falsfrétt um meint kókaín til föðurhúsanna – „Við verðum að vera á varðbergi“

Frakkar vísa rússneskri falsfrétt um meint kókaín til föðurhúsanna – „Við verðum að vera á varðbergi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum