Á síðasta ári fækkaði börnum yngri en 15 ára, og eru erlend börn þá talin með, í Japan um 350.000 frá árinu á undan. Þau voru 13,66 milljónir á síðasta ári.
Börn voru aðeins 11,1% af heildarmannfjöldanum en 120,3 milljónir bjuggu í landinu í október þegar mannfjöldatölurnar voru teknar saman.
Börnum hefur fækkað í Japan á hverju ári síðan 1982 að sögn Japan Today. 3,14 milljónir barna eru á aldrinum 12 til 14 ára en aðeins 2,2 milljónir eru á aldrinum 0 til 12 ára.
Það eru 6,99 milljónir drengja og 6,66 milljónir stúlkna í landinu.
Hlutfall barna er næst lægst í Japan meðal 37 þjóða, sem eru með að minnsta kosti 40 milljónir íbúa, samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum. Aðeins í Suður-Kóreu er hlutfallið lægra, 10,6%.
720.988 börn fæddust í Japan á síðasta ári og var þetta níunda árið í röð sem fæðingum fækkaði. Þetta er 5% fækkun miðað við 2023. 1,62 milljónir Japana létust á síðasta ári. Þetta þýðir að fyrir hvert barn sem fæddist, létust rúmlega tveir.