fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Pressan

Neysla á þessum ávexti lækkar blóðþrýstinginn

Pressan
Sunnudaginn 4. maí 2025 16:30

Blóðþrýstingurinn mældur. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega þriðjungur allra fullorðinna glímir við of háan blóðþrýsting og fylgifiska hans. Meðal þessara fylgifiska eru hjartasjúkdómar og heilablóðfall auk krónískra nýrnasjúkdóma og elliglapa.

Sjúklingum er oft ráðlagt að draga úr saltneyslu sinni til að ná stjórn á natríummagninu í líkamanum. Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu American Journal of Physiology – Renal Physiology, er sjúklingum ráðlagt að borða banana í staðinn fyrir að draga úr saltneyslu. Segja höfundar rannsóknarinnar þetta vera áhrifaríkari leið til að ná stjórn á blóðþrýstingnum.

„Þegar við erum með of háan blóðþrýsting, er okkur venjulega sagt að neyta minna salts,“ sagði Anita Layton, einn af höfundum rannsóknarinnar, að sögn The Independent og bætti við: „Rannsóknin okkar bendir til að það geti haft meiri jákvæð áhrif á blóðþrýstinginn að bæta fleiri kalíumríkum matvælum við hann, til dæmis banönunum eða spergilkáli, en að draga bara úr saltneyslu.“

Rannsóknin leiddi í ljós að með því að auka neyslu kalíum, og þar með auka hlutfall þess miðað við natríum, geti haft meiri áhrif til lækkunar blóðþrýstings en bara að draga úr neyslu natíum.

Fyrri rannsóknir sýndu að aukin kalíumneysla hjálpar til við að hafa stjórn á blóðþrýstingnum en óljóst hefur verið fram að þessu hvaða hlutfall á milli kalíum og natríum er áhrifaríkast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mike Tyson blandar sér í umræðuna um hvort 100 karlar myndu ráða við eina górillu

Mike Tyson blandar sér í umræðuna um hvort 100 karlar myndu ráða við eina górillu
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar veita Bandaríkjamönnum aðgang að sjaldgæfum steinum frá tunglinu

Kínverjar veita Bandaríkjamönnum aðgang að sjaldgæfum steinum frá tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump

Volkswagen íhugar að hefja framleiðslu Audi í Bandaríkjunum vegna tolla Trump