fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Pressan

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum

Pressan
Laugardaginn 3. maí 2025 18:30

Hvenær vakna þau?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú lent í því að vakna eftir það sem þú taldir vera góðan nætursvefn en samt sem áður fannst þér þú vera þreyttari en þegar þú fórst að sofa?

Þú skelltir kannski í þig kaffi til að takast á við þetta og komst í gegnum daginn þrátt fyrir mikla þreytu og litla orku.

En þreytan snýst ekki bara um hversu lengi þú sefur, það skiptir líka máli hvenær þú vaknar. Þetta kemur fram í umfjöllun EVZ sem segir að niðurstöður breskrar rannsóknar bendi til að það geti skipt mjög miklu máli fyrir orkustig okkar, hvenær við vöknum.

Segja höfundar rannsóknarinnar að „hinn fullkomni háttatími“ sé háður því hvenær þú vilt vakna.

Sem dæmi má nefna að ef þú vilt vakna fersk(ur) sem örn klukkan 07.00 þá ættirðu að fara að sofa í síðasta lagi klukkan 21.46 og alls ekki síðar en 23.16.

Aldurinn ræður för

Ungt fólk hefur þörf fyrir meiri svefn en eldra fólk og því hefur það tilhneigingu til að fara seint í rúmið og sofa lengi.

Þegar við eldumst byrjar líkaminn að framleiða svefnhormónið melatónín fyrr á hverjum sólarhring. Þetta hefur þau áhrif að við vöknum snemma, alltof snemma að margra mati.

Hér fyrir neðan er listi yfir hvenær það er best fyrir hina ýmsu aldurshópa að vakna:

20-24 ára: klukkan 09.30

25-34 ára: klukkan 08.30

35-44 ára: klukkan 08.00

45-54 ára: klukkan 07.30

55-64 ára: klukkan 07.00

65-74 ára: klukkan 06.30

75 ára og eldri: klukkan 05:45

Svona er hægt að bæta svefngæðin óháð aldri

Það er hægt að bæta svefngæðin á ýmsan hátt. Aðalatriðið er að vera með fastan dægurrytma, sem sagt að fara í háttin og á fætur á sama tíma á hverjum degi.

Það er einnig sterkur leikur að sleppa því að neyta koffíns og áfengis seint á kvöldin því það getur haft áhrif á svefninn.

Hreyfing og takmarkaður skjátími seint á daginn og kvöldin, getur einnig haft jákvæð áhrif á svefninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þau treystu honum fyrir hinstu för gæludýranna – Fóru hræin bara í ruslið?

Þau treystu honum fyrir hinstu för gæludýranna – Fóru hræin bara í ruslið?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum