Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsuna ef þetta er ekki gert rétt og því er til mikils að vinna að rétt sé að verki staðið.
Í samtali við tímaritið Health sagði Alyssa Dweck, kvensjúkdómalæknir, að ekki megi vanmeta mikilvægi þess að skeina sig rétt. „Það eru svo margar bakteríur við endaþarminn, þess vegna verður þú að forðast að draga klósettpappírinn í átt að þvagrásinni,“ sagði hún og bætti við að þetta sé sérstaklega mikilvægt fyrir fólk með leggöng, því það geti valdið þvagfærasýkingu að gera þetta.
Rétta aðferðin er að skeina frá kynfærunum í átt að bakinu. Meltingafæralæknirinn Monica S. Borkar mælir segir að það sé mikilvægt að skeina sig vel og það að gefa sér tíma til að ná góðum tökum á réttu tækninni sé eitt það mikilvægasta sem fólk geti gert fyrir daglegt líf sitt.
En það er ekki bara skeinitæknin sem skiptir máli, því það skiptir einnig máli hvernig klósettpappír er notaður. Health tímaritið ráðleggur fólki að nota „mjúkan, hvítan salernispappír, sem er ekki litaður og án ilmefna“ því allt gróft eða með ilmefnum geti valdið óþægindum.