fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Svona skeinir þú þig „rétt“ að sögn sérfræðings

Pressan
Sunnudaginn 8. september 2024 15:30

Dagar klósettpappírsins eru kannski taldir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir telja sig eflaust vita hvernig á að þrífa endaþarminn eftir að hafa sinnt kalli náttúrunnar og gert númer tvö. En að sögn sérfræðings þá er það nú ekki alltaf svo, því hann segir að margir geri þetta ekki rétt.

Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsuna ef þetta er ekki gert rétt og því er til mikils að vinna að rétt sé að verki staðið.

Í samtali við tímaritið Health sagði Alyssa Dweck, kvensjúkdómalæknir, að ekki megi vanmeta mikilvægi þess að skeina sig rétt. „Það eru svo margar bakteríur við endaþarminn, þess vegna verður þú að forðast að draga klósettpappírinn í átt að þvagrásinni,“ sagði hún og bætti við að þetta sé sérstaklega mikilvægt fyrir fólk með leggöng, því það geti valdið þvagfærasýkingu að gera þetta.

Rétta aðferðin er að skeina frá kynfærunum í átt að bakinu. Meltingafæralæknirinn Monica S. Borkar mælir segir að það sé mikilvægt að skeina sig vel og það að gefa sér tíma til að ná góðum tökum á réttu tækninni sé eitt það mikilvægasta sem fólk geti gert fyrir daglegt líf sitt.

En það er ekki bara skeinitæknin sem skiptir máli, því það skiptir einnig máli hvernig klósettpappír er notaður. Health tímaritið ráðleggur fólki að nota „mjúkan, hvítan salernispappír, sem er ekki litaður og án ilmefna“ því allt gróft eða með ilmefnum geti valdið óþægindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu