fbpx
Miðvikudagur 06.nóvember 2024
Pressan

Þess vegna skaltu alltaf kaupa bestu sólarvörnina – Hrikaleg sár á 10 ára dreng

Pressan
Föstudaginn 6. september 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Íslendingar þekkja það á eigin skinni að það getur verið sársaukafólk að brenna ef dvalið er of lengi úti í sólinni. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að nota góða sólarvörn og frá viðurkenndum framleiðenda.

Tíu ára drengur frá Nottingham á Englandi, Hector Harvey, lenti illa í því í ágústmánuði þegar hann skellti sér til Grænhöfðaeyja með fjölskyldu sinni. Grænhöfðaeyjar eru nokkuð vinsæll  ferðamannastaður undan ströndum Afríku, en eyjarnar eru um 1.400 kílómetrum suður af Tenerife sem Íslendingar þekkja vel.

Drengurinn brann mjög illa síðasta daginn og segir móðir hans að það hafi verið vegna sólarvarnar sem virkaði bara alls ekki.

Áður en lagt var af stað pakkaði móðir hans, Natalie Harvey, niður sólarvörn frá þekktu bresku merki og notaðist fjölskyldan að mestu við hana alla ferðina. Áður en síðasti dagurinn rann upp ákvað Natalie að grípa með sér sólarvörn sem var til sölu í verslun á hótelinu, SP90, þar sem hin var við það að klárast.

Natalie segir að hún hafi notað sólarvörnina samviskusamlega og borið hana reglulega á Hector sem er með frekar viðkvæma húð. Hector buslaði í sundlauginni í sólinni og virtist allt vera með felldu. Það var síðan á flugvellinum á leiðinni heim að hann fór að kvarta undan miklum sviða á bringunni.

„Ég átti erfitt með að trúa því að hann hefði brunnið enda var þetta sterkasta sólarvörn sem ég hafði á ævi minni séð,“ segir Natalie.

Natalie kíkti á son sinn þegar vélin lenti á Bretlandseyjum og þá tók hún eftir vökvafylltum blöðrum á bringunni, handleggjum og öxlum. Þar sem henni leyst ekki á blikuna hafði hún samband við næstu heilsugæslustöð og var hún hvött til að koma með drenginn til að hægt væri að skoða hann betur.

Til að gera langa sögu stutta var hann lagður inn á sjúkrahús þar sem læknar freistuðu þess að gera að sárum hans. Hector er nú á hægum batavegi eftir þessa leiðinlegu lífsreynslu en Natalie segist vilja vekja athygli á málinu til að vara aðra við. Mjög mikilvægt sé að kaupa sólarvörn frá viðurkenndum framleiðendum og helst aðeins í verslunum sem hægt er að treysta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Snarræði unglingsstúlku varð kynferðisbrotamanni að falli

Snarræði unglingsstúlku varð kynferðisbrotamanni að falli
Pressan
Í gær

Rússi handtekinn á flugvellinum í Billund með mikið magn sprengiefnis

Rússi handtekinn á flugvellinum í Billund með mikið magn sprengiefnis
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump gáttaður á auglýsingum sem er beint til kvenna – „Hefurðu heyrt annað eins?“

Trump gáttaður á auglýsingum sem er beint til kvenna – „Hefurðu heyrt annað eins?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnumótið breyttist í martröð eftir óvænta játningu

Stefnumótið breyttist í martröð eftir óvænta játningu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel