Eina „afþreyingin“ sem er heimil er að horfa á flugleið vélarinnar ef hún er sýnd á skjá á sætisbakinu fyrir framan.
Það hljómar eflaust undarlega, og jafnvel brjálæðislega, í eyrum margra að fólk vilji og nenni að sitja í sæti sínu klukkustundum saman og stara út í loftið og um leið neita sér um mat og drykk.
En samt sem áður hefur þetta trend tekið Internetið með krafti og nú vara sérfræðingar við þessu. Ástæðan er að ef „raw-dogging“ varir of lengi, getur það verið hættulegt.
„Að fara í flugvél án þess að vera með rafmagnstæki með sér getur verið hollt en ef þú sleppir því að drekka og borða á meðan þú situr og starir á sætið fyrir framan, þá ertu fáviti,“ sagði Dr. Gill Jenkins, þyrlulæknir að sögn Dexerto.
Í löngum flugferðum er mikil hætta á að fólk verði fyrir vökvaskorti er það stundar raw-dogging. „Í löngu flugi hefur þú þörf fyrir vatn. Annars getur þú orðið vökvaskorti. Það getur líka verið hættulegt að hreyfa sig ekki. Með því eykur þú líkurnar á segamyndum í bláæðum,“ sagði Jenkins.