fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Sérfræðingar vara við hættulegu Internet-trendi – „Þá ertu fáviti“

Pressan
Föstudaginn 6. september 2024 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fluggeirinn hefur að undanförnu verið miðpunktur ákveðins Internet-trends. Þú hefur kannski heyrt um það eða lesið en það kallast „raw-dogging“. Það er í raun sáraeinfalt. Farþegar eiga að sitja grafkyrrir allar flugferðina og horfa stíft á sætið fyrir framan sig. Þeir mega ekki drekka eða borða á meðan á fluginu stendur.

Eina „afþreyingin“ sem er heimil er að horfa á flugleið vélarinnar ef hún er sýnd á skjá á sætisbakinu fyrir framan.

Það hljómar eflaust undarlega, og jafnvel brjálæðislega, í eyrum margra að fólk vilji og nenni að sitja í sæti sínu klukkustundum saman og stara út í loftið og um leið neita sér um mat og drykk.

En samt sem áður hefur þetta trend tekið Internetið með krafti og nú vara sérfræðingar við þessu. Ástæðan er að ef „raw-dogging“ varir of lengi, getur það verið hættulegt.

„Að fara í flugvél án þess að vera með rafmagnstæki með sér getur verið hollt en ef þú sleppir því að drekka og borða á meðan þú situr og starir á sætið fyrir framan, þá ertu fáviti,“ sagði Dr. Gill Jenkins, þyrlulæknir að sögn Dexerto.

Í löngum flugferðum er mikil hætta á að fólk verði fyrir vökvaskorti er það stundar raw-dogging. „Í löngu flugi hefur þú þörf fyrir vatn. Annars getur þú orðið vökvaskorti. Það getur líka verið hættulegt að hreyfa sig ekki. Með því eykur þú líkurnar á segamyndum í bláæðum,“ sagði Jenkins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu