fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Pressan

Hrottaleg kenning rannsakenda um örlög fórnarlamba Rex Heuermann

Pressan
Fimmtudaginn 5. september 2024 20:32

Rew Heuermann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arkitektinn Rex Heuermann hefur nú varið rúmu ári í gæsluvarðhaldi. Það er enda ekki auðvelt fyrir lögreglu að ljúka rannsókn á meintum brotum hans, en hann hefur til þessa verið ákærður fyrir sex morð og ekki útilokað að þau verði fleiri.

Saksóknarar undirbúa nú saksókn sína á meðan verjendur Heuermann undirbúa varnir hans. Þó svo að aðalmeðferð sé ekki hafin er þó slagurinn byrjaður inni í dómsal en í undirbúningsþinghöldum hafa saksóknarar lagt fram gögn sem þeir vilja að dómari samþykki sem sönnunargögn í aðalferðinni. Að sama bragði reyna verjendur að mótmæla.

Meðal ganga sem lögð hafa verið fram er skuggalegt skjal sem fannst á gömlum hörðum disk á heimili Heuermann. Þetta var texta-skjal sem virðist hafa að geyma leiðbeiningar fyrir raðmorðingja. Eins konar glósur um hvernig best sé að losa sig við sönnunargögn og fela slóð sína.

Saksóknarar halda því fram að Heuermann hafi athafnað sig þegar eiginkona hans, hin íslenska Ása Guðbjörg Ellerup, var að ferðast ásamt börnum þeirra. Nú hefur komið fram að lögregla telur ennfremur að Heuermann hafi nýtt þessi ferðalög til að halda fórnarlömbum sínum dögunum saman á meðan hann beitti þau hrottalegu ofbeldi og pyntingum.

Í áðurnefndu skjali talaði Heuermann um „leiktíma“ en rannsakendur telja að þar sé hann að vísa til þess tíma sem hann hélt fórnarlömbum sínum föngnum áður en hann drap þau.

Saksóknarinn Ray Tierney segir að líkamsleifar þeirra Amber Lynn Costello og Jessica Taylor hafi sýnt skýr merki um langar og viðvarandi pyntingar. Líklega hafi Heuermann tekið sér allt að fjóra daga í að myrða þær. Þessu til stuðnings hefur verið nefnt að miðað við dagsetninguna sem fjölskylda Taylor heyrði síðast í henni, og þar til að pallbíll Heuermann sást á öryggismyndavél skammt frá staðnum þar sem lík hennar fannst, þá hafi fjórir dagar liðið.

Fyrrum FBI-rannsóknarlögreglumaðurinn Gregg McCrary segir þetta í samræmi við þekkingu á raðmorðingjum sem haldnir eru kvalalosta. „Því lengur sem þeir geta haldið fórnarlömbunum því meira fá þeir út úr þessu. Þeir vilja halda þeim á lífi eins lengi og þeir geta, innan skynsamlegra marka. Morðið er svo það sem þeir gera í lokin til að fela slóð sína.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“

Blaðamaður kennir fyrrverandi unnustanum um RFK-skandalinn – „Ég þverneita þessum ásökunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk

Nýjasti kjarnorkuknúni kafbátur Kínverja sökk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar