Hann hafði samband við lögregluna sem hafði fljótlega uppi á eiganda veskisins sem er þekktur veitingamaður á svæðinu að sögn austurríska miðilsins Krone.
Í þakklætisskyni bauð veitingamaðurinn piltinum og fjölskyldu hans í kvöldverð á veitingastað sínum.
En það sem átti að vera þakklæti breyttist í óþægilega upplifun.
Að máltíðinni lokinni rétti þjóninn fjölskyldunni reikning, það var þó búið að draga 10% frá sem fundarlaun en fjölskyldunni var gert að greiða fyrir það sem hún taldi vera ókeypis máltíð.
Fjölskyldunni brá mjög við þessar vendingar og móðir piltsins hafði strax samband við eiganda íbúðarinnar, sem fjölskyldan var með á leigu, til að segja honum frá þessari óþægilegu upplifun.
Í kjölfarið fengu staðarmiðlar veður af málinu og vakti umfjöllun þeirra mikla reiði íbúa á svæðinu.
Veitingamaðurinn reyndi síðan að bjarga andlitinu með því að kenna „gleymsku“ um og bað fjölskylduna afsökunar. Hann bauðst til að bjóða þeim aftur í mat þegar þau koma næst til Gardavatns en ekki er vitað hvort fjölskyldan muni þekkjast það boð.