fbpx
Þriðjudagur 17.september 2024
Pressan

Ætti ekki að vera hægt – „Þegar ég sé þessar mælingar, veldur það mér áhyggjum“

Pressan
Miðvikudaginn 4. september 2024 08:00

Longyearbyen á Svalbarða/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er rosalegt og þegar ég sé þessar mælingar, veldur það mér áhyggjum.“ Þetta sagði danski loftslagsprófessorinn Sebastian Mernild um niðurstöður veðurmælinga á Svalbarða í sumar. Þriðja árið í röð féll hitamet á Svalbarða.

Meðalhitinn í ágúst var 11 gráður á flugvellinum við Longyearbyen en það er 2,6 gráðum hærri hiti en á síðasta ári en þá var metið frá 2022 slegið. Meðalhitinn í sumar var 5 gráðum hærri en meðalhitinn á viðmiðunartímabilinu frá 1991 til 2020.

Það er mjög óvenjulegt að hitamet falli þrjú sumur í röð. „Við höfum skoðað tölur frá öllum veðurathugunarstöðvum í Noregi, þar sem mælingar hafa verið stundaðar lengi, og það hefur aldrei áður gerst að met hafi verið slegið þrjú ár í röð,“ er haft eftir Jostein Mammen, loftslagsfræðingi hjá norsku veðurstofunni, í tengslum við birtingu veðurmælinga ágúst mánaðar á vefnum met.no.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Sebastian Mernild að sumarið á Svalbarða sé mjög athyglisvert. „Það sem við sjáum á Svalbarða er rosalegt, þar hefur hlýnað stöðugt síðustu áratugi og þetta er sá staður á jörðinni þar sem hlýnar hraðast. Þetta er hræðileg þróun,“ sagði hann.

Það athyglisverðasta við hitamet sumarsins er að meðalhitinn í ágúst var 11 gráður við flugvöllinn í Longyearbyen en þar hafa veðurmælingar farið fram síðan 1975.

Hollenski veðurfræðingurinn Dan van den Broek, sem sérhæfir sig í veðurfari á heimskautaslóðum, segir að metið á Svalbarða þetta sumarið sé eiginlega útilokað tölfræðilega séð því líkurnar á að þetta gerist séu minni en einn á móti milljarði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Galnar samsæriskenningar um frammistöðu Kamala Harris í kappræðunum

Galnar samsæriskenningar um frammistöðu Kamala Harris í kappræðunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þurftu 190 þúsund lítra af vatni til að slökkva í Teslu-flutningabíl

Þurftu 190 þúsund lítra af vatni til að slökkva í Teslu-flutningabíl
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frönsk yfirvöld segja að sprenging hafi orðið í gyðingahatri í landinu

Frönsk yfirvöld segja að sprenging hafi orðið í gyðingahatri í landinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er svo erfitt að segja upp í vinnunni í Japan að ný tegund fyrirtækja blómstrar

Það er svo erfitt að segja upp í vinnunni í Japan að ný tegund fyrirtækja blómstrar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjórir fjallgöngumenn fundust látnir á hæsta tindi Alpanna

Fjórir fjallgöngumenn fundust látnir á hæsta tindi Alpanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þjóðverjar taka upp landamæraeftirlit

Þjóðverjar taka upp landamæraeftirlit