fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Pressan

Kæra Trump og Vance fyrir að dreifa lygum um gæludýraát innflytjenda

Pressan
Miðvikudaginn 25. september 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetaframbjóðandinn Donald Trump og varaforsetaefni hans, JD Vance, eru sannfærðir um að hópur innflytjenda í Springfield, Ohio, stundi það að borða gæludýr nágranna sinna. Þessu halda frambjóðendurnir fram án þess að nokkur fótur hafi fundist fyrir þeim ásökunum. Þvert á móti hafa fjölmiðlar sýnt fram á að sögusagnirnar eigi líkast til rætur að rekja til samtaka nýnasista sem vildu kynda undir hatri gegn útlendingum.

Nú  hafa hagsmunasamtök innflytjenda frá Haíti í Springfield boðað kærur á hendur frambjóðendunum, en þeir hafi með framgöngu sinni stuðlað að óeirðum og ítrekuðum ofbeldishótunum gegn innflytjendum.

Um er að ræða svokallaða borgaralegakæru sem eru sjaldheyrðar í Bandaríkjunum. Samtökin saka frambjóðendurna um að hafa raskað almannafrið, dreift fölskum viðvörunum, áreitni í gegnum fjarskiptabúnað, ógnanir og fleira. Samtökin hafa óskað þess að dómstólar taki málið fyrir.

„Þeir láta sér ekki segjast heldur sitja fastir við sinn keip, jafnvel þó að ríkisstjórinn og borgarstjórinn hafi báðir sagt að þessar sögusagnir séu falskar. Slík framkoma sýnir fram á ásetning,“ segir talsmaður samtakanna og bæti við að frambjóðendurnir dreifi þessum sögum gegn betri vitund og séu þar með viljandi að fremja glæp.

Talsmaður framboðs Trump og Vance, Steven Cheung, segir að fullyrðingar frambjóðendanna þurfi að skoða í réttu samhengi. Þeir séu að benda á að núverandi stefna Bandaríkjanna í innflytjendamálum sé meingölluð og að ólöglegir innflytjendur hafi tekið yfir samfélög á borð við Springfield og fleiri.

Rétt er að geta þess að innflytjendur Springfield frá Haíti komu til Bandaríkjanna með löglegum hætti eftir að þeir fengu þar tímabundið hæli. Síðustu vikur hafa rúmlega 30 sprengjuhótanir borist gegn opinberum stofnunum og skólum í Springfield sem hafa valdið miklu raski á starfsemi. Sumir innflytjendur segjast óttast um líf sitt á almannafæri og borgarstjórinn hefur fengið líflátshótanir.

„Ef einhver annar en Trump og Vance hefði gert það sem þeir hafa nú gert, að valda sundrung og óeirðum í Springfield sem leiddi til sprengjuhótana, leiddi til þess að rýma hefur þurft opinberar stofnanir og skóla, að borgarstjóra og fjölskyldu hans hafa borist líflátshótanir – þá hefðu þeir aðilar þegar verið handteknir. Þessir menn eru ekki yfir lögin hafnir.“

AP fréttastofan greinir frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stúlkan með rauða sjalið þjökuð af sektarkennd ári eftir harmleikinn

Stúlkan með rauða sjalið þjökuð af sektarkennd ári eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaknaði við leðurblöku í herberginu – Lést úr skelfilegum sjúkdómi nokkrum dögum síðar

Vaknaði við leðurblöku í herberginu – Lést úr skelfilegum sjúkdómi nokkrum dögum síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndir sem voru teknar rétt áður en hörmungar dundu yfir

Myndir sem voru teknar rétt áður en hörmungar dundu yfir