Bakteríur, sveppir og aðrar örverur, sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum, áttu beina sök á dauða 1,3 milljóna manna 2019. Niðurstaða nýrrar stórrar rannsóknar er að staðan muni bara versna í framtíðinni.
Rannsóknin var gerð á vegum alþjóðlega verkefnisins Global Research on Antimicrobial Resistance. Niðurstaða hennar er að árið 2050 verði tala látinn á ári, komin upp í tvær milljónir. Í heilda munu um 39 milljónir láta lífið af völdum sýklalyfjaónæmis frá 2025 til 2050.
Rannsóknin byggir á miklu magni gagna um dánarorsakir og notkun sýklalyfja í 204 ríkjum frá 1990 til 2021. Með aðstoð tölfræðilíkana gerðu vísindamennirnir spá um þróun mála næstu áratugi.
Það er aðallega eldra fólk sem er í hættu. Rannsóknin sýnir að frá 1990 til 2021 hefur börnum, yngri en fimm ára, sem látast af völdum sýklalyfjaónæmis fækkað um rúmlega 50%. Helstu ástæður þess eru meiri þátttaka í bólusetningum og almennt séð betri heilsufarsskilyrði.
En dauðsföllum meðal fólks yfir sjötugu fjölgaði um rúmlega 80% á sama tíma.