fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

20 árum eftir andlát hans opnaði hún hlöðuna hans loksins – Mögnuð sjón blasti við henni

Pressan
Miðvikudaginn 25. september 2024 03:54

Þessi fallegi Porche var meðal bílanna í hlöðunni. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum finnur fólk ótrúlega fjársjóði, fjársjóði sem eru villtari en villtustu draumar. Allt frá gleymdum listaverkum á rykugum háaloftum til falinna fjársjóða í yfirgefnum byggingum. En fjársjóðir geta leynst hvar sem er og dúkkað upp þegar fólk á enga von á.

Slíkur atburður átti sér einmitt stað nýlega í Alabama í Bandaríkjunum. Þá ákvað ekkja manns, sem lést fyrir 20 árum, skyndilega að opna hlöðuna hans.

Í henni reyndist vera ótrúlegt safn bíla frá áttunda, níunda og tíunda áratugnum. Enginn hafði séð þá í öll þessi ár og höfðu þeir varla verið hreyfðir síðan þeim var ekið út af færiböndum framleiðendanna.

Konan fékk bílaáhugamanninn og útvarpsmanninn John Clay Wolfe til að skoða safnið og er óhætt að segja að honum hafi litist vel á það. „Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef séð og ég hef unnið við þetta í 31 ár,“ segir hann í myndbandi sem hann birti á YouTube.

Meðal bílanna eru nánast ókeyrður Porsche 911 Carrera 4 frá 1996. Buick Grand National frá 1986 og Corvette Stingray frá 1971.

Þrátt fyrir að bílarnir hafi staðið óhreyfðir lengi, allt að 40 árum, þá eru þeir í ótrúlega góðu standi en það þarf víst að þurrka þykkt ryklag af þeim.

Bílarnir verða fljótlega seldir á uppboði og er reiknað með miklum áhuga safnara sem eiga hér tækifæri til að eignast bíla sem hefur nánast aldrei verið ekið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu