fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Felldu fjóra leiðtoga Íslamska ríkisins

Pressan
Mánudaginn 16. september 2024 07:30

Liðskonur Íslamska ríkisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir leiðtogar hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið voru felldir í Írak í ágúst í sameiginlegri aðgerð íraskra öryggissveita og Bandaríkjahers.

Þeir voru felldir þann 29. ágúst í aðgerð í vesturhluta Íraks. Yfirstjórn bandaríska hersins staðfesti þetta í færslu á samfélagsmiðlinum X aðfaranótt laugardags.

Það voru Ahmad Hamid Husayn Abd-al-Jalis al-Ithawai, Abu Hammam, Abu-Ali al-Tunisi og Shakir Abud Ahmad al-Issawi sem voru felldir. Í heildina féllu 14 liðsmenn hryðjuverkasamtakanna í aðgerðinni.

Markmiðið með henni var að sögn að „veikja og takmarka“ getu Íslamska ríkisins til að gera árásir á almenna borgara í Írak, Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í þessum heimshluta og víðar.

Að minnsta kosti sex bandaríski hermenn særðust í aðgerðinni en enginn þeirra særðist lífshættulega.

Ahmad Hamid Husayn Abd-al-Jalis al-Ithawai stýrði aðgerðum Íslamska ríkisins í Írak.

Abu Hammam sinnti eftirliti með aðgerðum samtakanna í vesturhluta Írak.

Abu-Ali al-Tunisi sá um tækniþróun samtakanna.

Shakir Abud Ahmad al-Issawi sinnti eftirliti með hernaðaraðgerðum samtakanna í vesturhluta Írak.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim