Þeir voru felldir þann 29. ágúst í aðgerð í vesturhluta Íraks. Yfirstjórn bandaríska hersins staðfesti þetta í færslu á samfélagsmiðlinum X aðfaranótt laugardags.
Það voru Ahmad Hamid Husayn Abd-al-Jalis al-Ithawai, Abu Hammam, Abu-Ali al-Tunisi og Shakir Abud Ahmad al-Issawi sem voru felldir. Í heildina féllu 14 liðsmenn hryðjuverkasamtakanna í aðgerðinni.
Markmiðið með henni var að sögn að „veikja og takmarka“ getu Íslamska ríkisins til að gera árásir á almenna borgara í Írak, Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í þessum heimshluta og víðar.
Að minnsta kosti sex bandaríski hermenn særðust í aðgerðinni en enginn þeirra særðist lífshættulega.
Ahmad Hamid Husayn Abd-al-Jalis al-Ithawai stýrði aðgerðum Íslamska ríkisins í Írak.
Abu Hammam sinnti eftirliti með aðgerðum samtakanna í vesturhluta Írak.
Abu-Ali al-Tunisi sá um tækniþróun samtakanna.
Shakir Abud Ahmad al-Issawi sinnti eftirliti með hernaðaraðgerðum samtakanna í vesturhluta Írak.