fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Ætlaði að ráða Trump af dögum: Sonur hans segir að hann sé frábær pabbi og alls ekki ofbeldisfullur

Pressan
Mánudaginn 16. september 2024 10:45

Ryan Routh var handtekinn á sunnudag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan Routh, 58 ára, er í haldi lögreglunnar á Flórída eftir að hann reyndi að ráða Donald Trump Bandaríkjaforseta af dögum í gær. Trump var í golfi, nánar tiltekið á 5. braut, á golfvelli sínum á West Palm Beach þegar Ryan beið hans vopnaður AK-47 árásarriffli skammt frá 6. braut.

Starfsmaður leyniþjónustunnar sá Ryan þar sem hann var að koma sér í stellingar með skotvopnið fyrir utan girðingu við völlinn. Hann skaut á hann en Ryan tókst að flýja af vettvangi og var handtekinn skömmu síðar.

Fjölmiðlar ytra greina frá því að Ryan, sem er búsettur á Havaí, sé dyggur stuðningsmaður Demókrataflokksins og mjög í nöp við Donald Trump.

Sonur hans ræddi málið við Daily Mail þar sem hann sagði föður sinn alls ekki vera ofbeldisfullan. Föður hans, líkt og öllum „eðlilegum manneskjum“ sé þó illa við Trump. „Ég kann ekki heldur vel við Trump,“ sagði sonurinn, Oran Routh, en tók þó fram að honum væri brugðið að heyra að faðir hans hafi verið handtekinn vegna málsins.

„Hann er pabbi minn og eftir því sem ég best veit hefur hann bara fengið nokkrar sektir fyrir umferðarlagabrot. Þetta er brjálæði. Ég þekki pabba minn og elska hann en það er ekki líkt og honum að gera eitthvað svona. Hann er ekki ofbeldisfullur einstaklingur. Hann vinnur mikið og er frábær pabbi, frábær náungi sem hefur unnið allt sitt líf.“

New York Post segir að starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar hafi gætt Trumps á golfvellinum í gær og fékk einn úr hópnum það hlutverk að fara á undan honum og skoða hvort hætta leyndist einhvers staðar. Hann er sagður hafa verið á sjöttu braut – þegar Trump var á þeirri fimmtu – þegar hann kom auga á mann stinga skotvopni í gegnum girðingu skammt frá.

Starfsmaður leyniþjónustunnar var fljótur að átta sig á hvað var í gangi og skaut hann úr vopni sínu í átt að Ryan. Hann flúði af vettvangi á bíl en var handtekinn skömmu síðar.

Í frétt New York Post kemur fram að Ryan sé með sakaferil að baki í Norður-Karólínu þar sem hann var búsettur á árum áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun