fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Þetta ættir þú að gera áður en þú færð þér kaffi á morgnana – Getur breytt lífi þínu

Pressan
Sunnudaginn 15. september 2024 15:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert leyndarmál að kaffi getur haft áhrif á skap okkar og orkustig. Margir skella eins og einum bolla í sig um leið og þeir vakna en það er kannski rétt að bíða aðeins með fyrsta kaffibollann eftir að vaknað er.

Þetta segir Medicool og listar upp fimm atriði sem er rétt að ljúka áður en fyrsti kaffibollinn er drukkinn.

Borðaðu fyrst – Það á ekki að drekka kaffi á fastandi maga því það getur virkjað stresshormóna á borð við kortisól og adrenalín og þeir geta raskað hormónajafnvæginu og meltingunni. Það er því bara að temja sér að borða áður en farið er í kaffidrykkju.

Neyttu prótíns og trefja – til að koma í veg fyrir sveiflur á blóðsykurmagninu er rétt að borða morgunmat sem inniheldur mikið af trefjum og prótíni. Það hjálpar til við að koma jafnvægi á blóðsykurmagnið og styrkir hæga og jafna orkulosun.

Forðastu vökvaskort – það er mikilvægt að fá sér vatnsglas að morgni til að tryggja að líkaminn fái nægan vökva. Þetta er mjög mikilvægt því líkaminn missir vökva yfir nóttina.

Bíddu með að drekka kaffi – til að halda hormónum í jafnvægi, áttu ekki að drekka kaffi fyrr en hálfri annarri klukkustund eftir að þú vaknar. Þetta hjálpar til við að halda kortisólmagninu í jafnvægi.

Farðu út – það getur bætt hormónajafnvægið og dægurryþmann að komast í snertingu við dagsbirtu. Dagsbirta og hreyfing geta styrkt orkustigið og tryggt að líkaminn halli sér að meiri hollustu.

Með því að fylgja þessum einföldu ráðum getur þú bætt morgunrútínuna þína og tryggt að dagurinn hefjist á besta mögulega hátt hvað varðar orku og vellíðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu