fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Pressan

Lúxusíbúð milljarðamæringsins í ótrúlegri niðurníðslu – Nágrannarnir brjálaðir

Pressan
Fimmtudaginn 8. ágúst 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska milljarðamæringnum og sjónhverfingamanninum David Copperfield hefur verið stefnt vegna ótrúlegrar vanrækslu hans á lúxusíbúð í hans eigu í Midtown á Manhattan.

Um er að ræða íbúð á efstu hæð hússins og hefur húsfélagið í byggingunni nú höfðað mál gegn honum og krafið hann um greiðslu bóta upp á um 300 milljónir íslenskra króna. Segja lögmenn húsfélagsins að vanrækslan hafi hreinlega stefnt burðarvirki hússins í hættu og ráðast þurfi í viðamiklar framkvæmdir.

Myndir úr íbúðinni hafa nú verið birtar opinberlega en það gerðist eftir að málið var dómtekið í New York á dögunum. Á þeim má sjá að ekki hefur verið hirt um íbúðina í langan tíma; málning hefur flagnað af veggjum og mygla og rakaskemmdir eru víða.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að Copperfield, sem er langríkasti sjónhverfingamaður heims, hafi keypt íbúðina árið 1997 og flutt úr henni árið 2018. Hún er enn í hans eigu en hefur verið á sölu í þó nokkurn tíma. Eignir Copperfields eru metnar á vel yfir hundrað milljarða króna.

New York Post segir frá því að rör fyrir ofan íbúðina hans hafi sprungið árið 2015 með þeim afleiðingum að vatn flæddi inn í fjölmargar íbúðir hússins. Um var að ræða rör sem liggur frá sundlaug í hans eigu sem er á þaksvölum hússins. Og í desember síðastliðnum gaf sig annað rör með svipuðum afleiðingum.

Í stefnunni kemur fram að Copperfield hafi látið undir höfuð leggjast að bregðast við ítrekuðum ábendingum húsfélagsins um að sinna þyrfti viðhaldi. Sjálfur er hann sagður neita að bera nokkra ábyrgð á tjóni hússins og segja lögmenn hans að um tryggingamál sé að ræða.

Copperfield var nýlega sakaður um kynferðisbrot af fjölda kvenna og voru einhverjar þeirra undir 18 ára þegar meint brot áttu sér stað. Lögmenn hans voru fljótir að neita ásökununum.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“
Pressan
Í gær

Flugdólgur fékk makleg málagjöld

Flugdólgur fékk makleg málagjöld
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessa yfirnáttúrulegu atburði hafa vísindin ekki getað skýrt

Þessa yfirnáttúrulegu atburði hafa vísindin ekki getað skýrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vissir þú að það er hægt að nota kartöfluvatnið til margra hluta?

Vissir þú að það er hægt að nota kartöfluvatnið til margra hluta?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólastúlka fann 200 milljóna ára gömul fótspor risaeðlu

Skólastúlka fann 200 milljóna ára gömul fótspor risaeðlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur launamunur – Forstjórar eru með 120 sinnum hærri laun en meðallaun fólks eru

Ótrúlegur launamunur – Forstjórar eru með 120 sinnum hærri laun en meðallaun fólks eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hefur loksins viðurkennt ósigurinn 2020 og öfga hægrimenn eru brjálaðir – „Hvers vegna mætti fólk þann 6. janúar?“

Trump hefur loksins viðurkennt ósigurinn 2020 og öfga hægrimenn eru brjálaðir – „Hvers vegna mætti fólk þann 6. janúar?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæmdarkúgun hafði skelfilegar afleiðingar: Nígerískir bræður fengu þunga dóma í Bandaríkjunum

Sæmdarkúgun hafði skelfilegar afleiðingar: Nígerískir bræður fengu þunga dóma í Bandaríkjunum