Puech erfði auð sinn í formi lúxusvörumerkisins Hermés en hann á 5,7% hlutabréfa í fyrirtækinu en verðmæti þeirra svarar til um 1.800 milljarða íslenskra króna.
Puech segir að auðurinn sé horfinn og segir þessi 81 árs, hugsanlega fyrrum milljarðamæringur, að Eric Freymond, sem sá um auðæfi hans, um að hafa stolið auðnum frá honum með svikastarfsemi sem hafi staðið yfir árum saman. Business Insider skýrir frá þessu.
Hlutabréfunum var komið fyrir í svissneskum banka 2012 en nú veit enginn hvar þau eru.
Puech höfðaði mál á hendur Freymond en dómstóll vísaði málinu frá vegna skorts á sönnunum. Saksóknari neitar að rannsaka málið frekar og því er það enn mikil ráðgáta hvað varð um auðæfin.