Hann kveikti því í pappakassa og henti honum í ruslagám utan við veitingastaðinn en hann var fullur af eldfimu efni. Svo mikill eldur varð úr þessu að þeir sem biðu í röð við bílalúguna urðu að yfirgefa staðinn að sögn WSBTV.
Einnig varð að loka veitingastaðnum og láta alla yfirgefa hann.
McGregor tók þetta allt saman upp með farsímanum sínum.
Áður en hann var handtekinn voru kennsl borin á hann á upptöku úr eftirlitsmyndavél.
Hann játaði að hafa kveikt í.