Harry prins skaust þá yfir hafið til að heimsækja Karl föður sinn og töldu margir að sættir myndu nást á milli feðganna og jafnvel á milli Harry og Vilhjálms bróður hans.
En People segir að svo hafi ekki farið, að minnsta kosti ekki hvað varðar samband Harry og Karls. Er það sagt vera svo slæmt að þeir talist ekki við. Þess utan er Karl sagður hættur að svara símhringingum og bréfum frá Harry.
Það ýtir undir sannleiksgildi þessarar sögu að Harry og fjölskyldu hans var ekki boðið í sumarhátíð konungsfjölskyldunnar í Balmoral kastalanum í Skotlandi. Það er löng hefð fyrir því að fjölskyldan hittist á þessari sumarhátíð og hefur Karl konungur haldið henni við eftir lát móður sinnar, Elísabetar II.
Rebecca English, sem fjallar um málefni konungsfjölskyldunnar hjá breska götublaðinu Daily Mail, segir að Karl konungur hafi algjörlega hafnað því að bjóða Harry og Meghan til sumarhátíðarinnar og er hann sagður hafa sagt „no way!“ þegar hann var spurður hvort hann hefði íhugað að rétta þeim sáttarhönd.