Þar undir fundu þeir veggi margra hæða musteris, á milli veggja fundu þeir beinagrindur þriggja fullorðinna manna. Live Science segir að musterið sé 5.000 ára og hafi verið notað við trúarlegar athafnir.
Beinagrindurnar voru vafðar inn í efni og bendir það til að musterið hafi verið notað við fórnarathafnir.
Luis Armando Muro Ynoan, forstjóri fornleifayfirvalda í dalnum, sagði í yfirlýsingu að hér sé líklega um 5.000 ára musteri, sem var notað við trúarathafnir, að ræða og hafi það verið byggt úr leðju. Það hafi verið á nokkrum hæðum og einhverskonar svið hafi verið í því miðju. Hann sagði einnig að veggirnir séu skreyttir með myndum af mannslíkömum með fuglshöfuð, með vaxtarlag eins og kettir og klær skriðdýra.