Ljóst var að staðsetning steinanna var ekki tilviljanakennd. „Þeir höfðu verið þarna eins og leyndarmál þar til við fundum þá,“ sagði Guro Fossum, fornleifafræðingur, í samtali við Science Norway og bætti við: „Við fundum þá einn af öðrum og enduðum með 41 steinhring.“
Einn stór steinn var miðpunkturinn í hverjum hring og nokkrum minni steinum var raðað í kringum hann. Þegar byrjað var að grafa við steinana komu brunnin bein og leirkerabrot í ljós.
Rannsókn hefur leitt í ljós að næstum öll beinin eru úr börnum sem létust á tímabilinu frá 800 til 200 fyrir Krist. Mörg þeirra kornabörn og önnur á aldrinum 3 til 6 ára.
„Rannsóknin sýnir að grafstæðið var notað í langan tíma, svo þau geta ekki öll hafa dáið af völdum sömu náttúruhamfaranna eða sjúkdóms eða faraldurs,“ sagði Fossum.
Í tilkynningu frá safninu kemur fram að staður eins og þessi, þar sem fornar grafir með börnum eru á einum stað, sé einstakur í Evrópu.
Svæðið í kringum svæðið er skreytt með úthöggnum steinum sem sýna ferðalög og átrúnað á sólina.
Sérfræðingar segja að tíðni barnadauða hafi líklega verið há á þessum tíma en að öðru leyti vita þeir ekki af hverju börnin voru jarðsett þarna.