Grunur leikur á að þessi sami hópur hunda hafi ráðist á 71 árs konu á svipuðum slóðum í gær. Sú kona var flutt á sjúkrahús og er ástand hennar sagt alvarlegt.
„Það var blóð úti um allt,“ segir Mark Jackson sem var sjónarvottur að atvikinu í morgun í samtali við 7NEWS.
Unga konan er sögð hafa hlotið alvarleg meiðsl og var hún flutt á sjúkrahús en barnið sakaði ekki. Hundaeftirlitsmenn eru sagðir hafa tekið fjóra hunda af nærliggjandi heimili og er talið að þeir hafi verið að verki í báðum þessum tilvikum.