Það er ekki fyrr en nú sem fyrir liggur hvað varð manninum, sem var 21 árs, að bana að sögn staðardagblaðsins Dario de Mallorca.
Blaðið segir að lögreglan telji að kolmónoxíðeitrun hafi orðið manninum að bana.
Hollendingarnir ungu sváfu vítt og breitt um húsið. Hinn látni og annar sváfu í herberginu sem er næst vatnshitaranum.
Þegar lögregla og sjúkralið komu á vettvang var í fyrstu talið að um gasleka væri að ræða. Viðbragðsaðilar reyndu að sjálfsögðu að bjarga lífi unga mannsins, en án árangurs.
Hinn aðilinn slapp betur en var lagður inn á sjúkrahús vegna uppkasta og höfuðverk.
Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að fugl hafði gert sér hreiður í gasröri og þannig stíflað það. Af þeim sökum lak kolmónoxíð inn í herbergið og varð unga manninum að bana.