Loftsteinninn, sem er stærri en Pýramídinn mikli í Giza í Egyptalandi, þaut á milli jarðarinnar og tunglsins á rúmlega 34.000 km/klst. Vísindamenn fengu þarna tækifæri til að taka myndir af honum og sýndu þær að loftsteinninn breytti aðeins um braut eftir að hafa komist í snertingu við þyngdaraflssvið jarðarinnar. Þetta þýðir að braut hans um sólina er breytt að eilífu.
Loftsteinninn er 150 metrar í þvermál og því nægilega stór til að gjöreyða stórborg ef svo illa myndi vilja til að hann lenti í árekstri við jörðina.
Hann uppgötvaðist ekki fyrr en 16. júní síðastliðinn. Aðeins 13 dögum síðar fór hann framhjá jörðinni í aðeins 295.000 km fjarlægð sem er ekki mikið á mælikvarða alheimsins.