fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Þyngdarafl jarðarinnar skaut loftsteini á stærð við pýramída af braut þegar hann kom mjög nálægt

Pressan
Laugardaginn 3. ágúst 2024 12:00

Loftsteinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seint í júní þaut loftsteinninn 2024 MK, sem er á stærð við pýramída, nærri jörðinni. Nýjar myndir frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA sýna að braut loftsteinsins er mikið breytt eftir þetta framhjáflug og er það vegna áhrifa þyngdaraflssviðs jarðarinnar.

Loftsteinninn, sem er stærri en Pýramídinn mikli í Giza í Egyptalandi, þaut á milli jarðarinnar og tunglsins á rúmlega 34.000 km/klst. Vísindamenn fengu þarna tækifæri til að taka myndir af honum og sýndu þær að loftsteinninn breytti aðeins um braut eftir að hafa komist í snertingu við þyngdaraflssvið jarðarinnar. Þetta þýðir að braut hans um sólina er breytt að eilífu.

Loftsteinninn er 150 metrar í þvermál og því nægilega stór til að gjöreyða stórborg ef svo illa myndi vilja til að hann lenti í árekstri við jörðina.

Hann uppgötvaðist ekki fyrr en 16. júní síðastliðinn. Aðeins 13 dögum síðar fór hann framhjá jörðinni í aðeins 295.000 km fjarlægð sem er ekki mikið á mælikvarða alheimsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu