fbpx
Mánudagur 09.september 2024
Pressan

Hákarlinn rifjar upp samtalið sem lét hann missa trúna á Trump – „Og þetta er hver hann er“

Pressan
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 17:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestirinn og auðmaðurinn Mark Cuban segist muna það skýrt hvenær hann áttaði sig á því að Donald Trump væri loddari. Þetta kom fram í DailyShow á mánudaginn þar sem Cuban, sem líkt og Trump hefur gert það gott í raunveruleikasjónvarpi, sagðist árið 2016 hafa áttað sig á því að hann vildi ekkert hafa með Trump að gera. Hann hafði trú á Trump áður en hann kynntist honum.

Cuban þekkja margir úr raunveruleikaþáttunum Shark Tank þar sem hann var meðal „hákarla“-fjárfesta sem frumkvöðlar reyndu að heilla með viðskiptahugmyndum sínum.

Cuban segir að honum hafi líkað ágætlega við Trump. Þeir hafi í þrígang átt langar samræður símleiðis en það var í þriðja símtalinu sem Cuban áttaði sig á að Trump var ekki allur þar sem hann er séður.

„Við vorum að tala um kappræður fyrir CNBC sem hann ætlaði ekki að mæta til. Og ég sagði: Donald, hvers vegna mætirðu ekki í lítið fyrirtæki þarna á svæðinu, situr þar við borðið og sýnir viðskiptavitið þitt. Sýndu fólkinu bara að þú ert viðskiptamaður.

Hann segir þá: „Donald Trump og Mark Cuban mæta ekki heim til fólks í mat. Ertu að djóka í mér?“. Og þetta er hver hann er. Þegar við töluðum um grundvallarstoðir hans í pólitíkinni sagði hann: „Ég er með allt þetta trúaða lið sem á eftir að sjá um alla vinnuna fyrir mig“.“

Cuban sagði þetta símtal hafa komið á mikilvægum tíma. Hann hafði borði virðingu fyrir Trump og jafnvel íhugað að bjóða sig fram með honum árið 2016. Hann hafði lofað Trump fyrir að tala tæpitungulaust og svara spurningum af hreinskilni frekar en af pólitískri kænsku. En þetta símtal sýndi rétta andlit Trump, að mati Cuban.

Cuban segist líka hafa áhyggjur af framboði Trump um þessar mundir en fjársterkir aðilar úr tæknibransanum hafi tekið yfir framboðið og misst alla tengingu við raunveruleikann. Tæknirisarnir eru gjarnan kenndir við Silicon Valley í San Fransisco.

„Að sjá hvað er að gerast núna í Silicon Valley er galið. Þetta snýst ekki um stuðning. Þetta er yfirtaka, þeir eru að reyna að koma sér í þá stöðu tl að hafa eins mikil völd og þeir geta. Þeir vilja fá Trump sem forstjóra Bandaríkjanna og þeir vilja sjálfir sitja í stjórninni sem segir honum fyrir verkum.“

Tæknirisarnir hafi misst tengingu við raunveruleikann og sjái fyrir sér að reka Bandaríkin eins og fyrirtæki. Í stað forseta sé forstjóri og eðlilegast sé að forstjórinn og stjórnin komi úr hópi þeirra þar sem þeir eru svo ríkir.

„Stundum kemst maður ekki hjá því að hugsa að þeir hafi misst tengingu við raunveruleikann“

Cuban sagði í öðru viðtali á dögunum að Trump hafi verið óheiðarlegur þegar hann starfaði í heimi viðskipta og engin ástæða til að ætla annað en að hann sé óheiðarlegur í pólitík. Cuban hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við framboð Kamala Harris þar sem hann segist ekki vilja: „sölumann snákaolíu sem forseta“

Donald Trump muni alltaf setja eigin hag ofar hagsmunum Bandaríkjanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ótrúlegur launamunur – Forstjórar eru með 120 sinnum hærri laun en meðallaun fólks eru

Ótrúlegur launamunur – Forstjórar eru með 120 sinnum hærri laun en meðallaun fólks eru
Pressan
Í gær

Neðansjávarfjöll við Kanaríeyjar gætu verið skýringin á þjóðsögunni um Atlantis

Neðansjávarfjöll við Kanaríeyjar gætu verið skýringin á þjóðsögunni um Atlantis
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sæmdarkúgun hafði skelfilegar afleiðingar: Nígerískir bræður fengu þunga dóma í Bandaríkjunum

Sæmdarkúgun hafði skelfilegar afleiðingar: Nígerískir bræður fengu þunga dóma í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar vara við hættulegu Internet-trendi – „Þá ertu fáviti“

Sérfræðingar vara við hættulegu Internet-trendi – „Þá ertu fáviti“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Af hverju skýtur maður saklaust fólk?“

„Af hverju skýtur maður saklaust fólk?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

IKEA rukkaði yfir 2000 manns fyrir viðskipti sem áttu sér aldrei stað

IKEA rukkaði yfir 2000 manns fyrir viðskipti sem áttu sér aldrei stað