fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Pressan

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra

Pressan
Sunnudaginn 11. ágúst 2024 17:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varaforsetaefni repúblikanaflokksins, JD Vance, hefur ásamt forsetaframbjóðandanum Donald Trump, lofað kjósendum því að henda 20 milljón innflytjendum úr landi með því að beita fjöldabrottvísunum. Sérfræðingar segja þessi áform óframkvæmanleg enda alltof mikið á vísa 20 milljónum úr landi á einu bretti. Vance segir í viðtali við ABC fréttastofuna að hægt sé að tækla verkefnið í skrefum.

„Þú byrjar á því sem er framkvæmanlegt, ég hugsa að ef við vísum burt mörgum ofbeldisfullum glæpamönnum og gerum það erfiðara fyrir fólk að ráða innflytjendur í svarta vinnu, sem grefur undan amerískum verkalýð, þá séum við komin langleiðina með að leysa innflytjendavandann Mér finnst áhugavert að fólk sé að einblína á það hvernig við ætlum að vísa burt 18 milljónum fólks. Byrjum bara á einni milljón. Þar hefur Kamala Harris ekki staðið sig. Og síðan getum við tekið stöðuna þaðan.“

Vance nýtti eins tækifærið til að draga í land með ummæli sínu um barnlausar kattarkonur, sem hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir. Hann segist ekkert hafa á móti fólki sem vill ekki eignast börn heldur sé hann að benda á að Kamala Harris og aðrir í demókrataflokknum séu með skoðanir sem gangi gegn hagsmunum fjölskyldufólks og séu á móti börnum. Þar vísaði Vance til ummæla Harris sem hann slítur úr nokkru samhengi. Hann segir að hún hafi sagt að fólk ætti ekki að eignast börn út af loftlagsvánni en það rétta er að hún sagðist skilja þá sem glíma við loftlagskvíða og að fólki úr þeim hóp hugnist ekki að fjölga sér.

Fjölskyldur með börn hafi meira vægi

Vance varði einnig ummæli sín um að fjölskyldur með börn ættu að fá fleiri atkvæði en barnlausar fjölskyldur.

„Demókratar eru að tala um að gefa 16 ára börnum kosningarétt, en gerum þetta í staðinn – gefum öllum börnum atkvæðisrétt, en leyfum foreldrum barnanna að fara með þann rétt fyrir þau. Þegar þú mætir á kjörstað sem foreldri ættir atkvæði þitt að vega þyngra.“

Vance segir að þetta hafi verið hugleiðingar fremur en stefnumál hans.

„Sé ég eftir að hafa sagt þetta? Ég sé eftir því að fjölmiðlar og Kamala Harris framboðið hafa slitið þessi ummæli úr samhengi. Þau tefla þessu fram sem einhverri stefnulýsingu sem ég hef aldrei komið með. Ég sagði bara að ég vildi að við værum hlynntari fjölskyldum og það er alveg rétt að ég vil að við séum hlynntari fjölskyldum.“

Vísaði Vance þá til efnahagslegra vanda sem fjölskyldur glíma við, þar með talið hækkað vöruverð, verð fyrir læknisþjónustu og annar kostnaður. Hann og Trump séu með plan um hvernig þeir ætla að lækka húsnæðiskostnað og matvöruverð, en Vance neitaði þó að útskýra þessi áform nánar.

Rangfærslur um stefnu demókrata

ABC fréttastofan rekur að á föstudaginn hafi Trump á kosningafundi farið með rangfærslur um stefnumál varaforsetaefnis demókrata, Tim Walz. Trump hélt því fram að Walz hefði sem ríkisstjóri Minnesota heimilað ríkinu að ræna börnum svo hægt sé að setja þau í kynleiðréttingu. Þetta er ekki rétt Walz skrifaði undir löggjöf sem tryggði trans fólki réttinn til fá læknismeðferð til að staðfesta kyn sitt. Þessi lög ná til kynleiðréttingaaðgerða sem og hormónameðferðar og lyfja sem stöðva kynþroska. Lögin heimila ríkinu þó ekki að grípa fram fyrir hendur foreldra ólögráða barna í þessum efnum líkt og Trump heldur fram.

Vance bergmálaði þessar rangfærslur í viðtalinu við ABC og sagði Walz styðja þaða ð ríkisvaldið geti tekið börn af foreldrum sem ekki samþykkja kynleiðréttingu.

Í lögunum sem Walz samþykkti er sjúklingum veitt vernd sem leita til Minnesota til að fá viðeigandi læknismeðferð til að staðfesta kyn sitt, jafnvel þó að þessir einstaklingar búi í öðru ríki þar sem slík meðferð er ólögmæt. Lögin heimila eins dómstólum í Minnesota að taka að sér bráðabirgðarlögsögu í forsjárdeilum milli Minnesota og annars ríkis þar sem um ræðir barn sem hefur verið neitað um kynstaðfestandi meðferð. Samkvæmt löggjöfinni gætu dómstólar í Minnestota dæmt um það að hvort barnið fái læknismeðferðina án þess að það þurfi að svipta foreldrið, sem er á móti meðferðinni, forsjá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta eru merki um að þú glímir hugsanlega við áfengisvanda

Þetta eru merki um að þú glímir hugsanlega við áfengisvanda
Pressan
Í gær

Svona skeinir þú þig „rétt“ að sögn sérfræðings

Svona skeinir þú þig „rétt“ að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugvélin sem hvarf algjörlega

Flugvélin sem hvarf algjörlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri

Læknir gerði sig sekan um ótrúleg mistök þegar hann fjarlægði rangt líffæri