fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Viðtal Biden á föstudag hafi verið vanvirðing við embættið og allan hans pólitíska feril – „Að þurfa að leggjast svona lágt“ 

Pressan
Sunnudaginn 7. júlí 2024 13:46

Joe Biden. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hart er sótt að Joe Biden Bandaríkjaforseta þessa daganna eftir slæma frammistöðu hans í fyrstu kappræðum forsetakosninganna sem vakti upp áleitnar spurningar um hvort hann hafi heilsu til að sitja annað kjörtímabil.

Sjálfur segist forsetinn vera við góða heilsu en hann hafi vissulega mátt standa sig betur. Afsakaði hann frammistöðu sína með þreytu vegna tíðra ferðalaga í aðdraganda kappræðnanna.

Sorglegt að sjá forsetann leggjast svona lágt

Nú stendur framboð hans í ströngu til að reyna að sannfæra kjósendur um að Biden sé vissulega með vitsmunalega burði til að gegna embætti. Liður í þeim aðgerðum var viðtal hjá miðlinum ABC á föstudag, en samkvæmt greiningu fréttamanns CNN, Stephen Collinson, gerði viðtalið lítið til að bjarga framboðinu.

„Að horfa á áberandi aldraðan Biden svara beinskeyttum spurningum um heilsu sína á föstudaginn – samtal sem vanalega á að eiga sér stað í einrúmi milli sjúklings og lækni – birtist sem móðgun við virðingu embættis forseta. Það var sorglegt að sjá mann sem er virtur og dáður af mörgum Bandaríkjamönnum þurfa að leggjast svona lágt. Og maður þyrfti að vera harðbrjósta til að sýna Biden ekki samkennd þar sem hann tekst á við sársaukafullan veruleika þess að eldast fyrir augum almennings.“

Collinson segir að engu að síður standi Biden í þessum sporum þar sem hann hafi af þrjósku neitað að horfast í augu við hvaða þýðingu öldrun gæti haft fyrir framboð sitt. Þetta viðtal hafi grafið undan öllum pólitískum ferli Bidens. Það var augljóst að viðtalið var vel undirbúið og þó forsetinn hafi talað af meira samhengi og ákveðni í viðtalinu á ABC þá hafi það ekkert gert til að lægja öldurnar eftir kappræðurnar hörmulegu.

Collinson segir ljóst að framboð forseta sem og demókrata er komið í alvarlega stöðu, einkum þar sem þingmenn demókrata hafa nú byrjað að opinberlega skora á forsetann að stíga til hliðar.

„Framboð Biden bókaði þetta viðtal við ABC fréttastofuna til að freista þess að sanna að léleg frammistaða forsetans í kappræðunum í síðustu viku var undantekning frekar en regla, og til að kæfa efasemdir um stöðu hans sem forsetaefni flokks síns.

Collinson segir að Biden hafi virka betur  yfirvegaður og hafði betri framsögu en í kappræðum CNN. Hann færði betri rök fyrir árangri þeim sem hann hefur náð í embætti og náði betur að tala gegn Trump en í kappræðunum. Hann hafi þó vísað öllum áhyggjum af heilsufari sínu á bug. Á sama tíma hafi hann líkt og í kappræðunum misst þráðinn og stundum virkað ringlaður.

Staðan sé sú að það geri lítið fyrir forsetann að benda á árangur sinn í embætti til þessa ef hann geti ekki sannfært almenning um að hann eigi meira inni fyrir þjóð sína, og að hann hafi heilsuna til að ná enn frekari árangri. Fyrir Bandaríkjamenn skipti höfuðmáli hvað forsetinn geti gert fyrir þjóðina frekar en það sem hann hefur gert.

Hvers vegna var heilsufari Biden leynt?

Í álitsgrein Nicole Russel hjá USA Today segir að hrörnun Biden sé kannski að verða Bandaríkjamönnum ljós í dag, en það þýði að hans nánustu hafi veitt því eftirtekt fyrir löngu síðan.

„Það útskýrir hvers vegna Biden tekur sjaldan við óundirbúnum fyrirspurnum á blaðamannafundum eða fer með ræður án þess að hafa textaskjá fyrir framan sig og eins hvers vegna honum hefur í auknum mæli verið hlíft við að koma fram opinberlega. Þessar tilraunir til að koma Biden í skjól og fela sannleikann frá kjósendum sýna ásetning. Leiðtogar demókrata þurfa að koma hreint fram og greina frá því hversu lengi flokkurinn hefur vitað af hrörnun forsetans.“

Russel tekur fram að hann er enginn aðdáandi Trump. Trump sé ekki álitlegur kostur eða góður fulltrúi repúblikana.

„Hann er hrokafullur, viðkvæmur og sjálfhverfur bjáni. Hann er dæmdur glæpamaður sem er að kljást við enn fleiri ákærur. Bandaríkjamenn eiga betra skilið.

Árum saman hafa demókratar notað bresti Trump sem vopn: Í það minnsta er okkar frambjóðandi hvorki svikari né glæpamaður. En á sama tíma hefur þeirra frambjóðandi sýnt heiminum að hann hefur ekki burði, vitsmunalega eða líkamlega, til að gegna embætti.

Nú þegar bág heilsa Biden hefur verið afhjúpuð þá get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort Trump sé virkilega verri kostur en Biden.

Það þýðir ekki að ég. hafi nokkra trú á Trump, en erum við ekki komin á þann stað að geta viðurkennt að báðir kostir eru slæmir, bara með ólíkum hætti.“

Russel veltir því fyrir sér hvað þetta þýði fyrir þjóðina. En fyrst og fremst vill hann svör við því hvers vegna demókratar hafa falið heilsu Biden þetta lengi. Annað hvort sé það vegna þess að flokkurinn ber ekki virðingu fyrir almenningi eða rétti þeirra til að vera upplýstir um heilsu forseta. Hinn möguleikinn sé að ástandi Biden hafi verið leynt svo demókratar geti haldið í völd sín, og það á kostnað almennings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu