fbpx
Laugardagur 26.október 2024
Pressan

Engin miskunn – Taka hart á brúðarkjólum og slangri

Pressan
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 04:15

Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt sem er norðurkóreskum yfirvöldum óviðkomandi enda mikilvægt að halda þjóðinni í heljargreipum kúgunar og hungurs til að tryggja að einræðisstjórnin haldi völdum. Nú beinast sjónir yfirvalda að brúðarkjólum og slangri auk fleiri atriða.

Í nýrri skýrslu, sem suðurkóreska sameiningarráðuneytið birti, kemur fram að nú reyni norðurkóresk yfirvöld að koma í veg fyrir að konur klæðist öðru en hefðbundnum norðurkóreskum brúðarkjólum þegar þær ganga í hjónaband. Þau eru einnig farinn að taka á slangri. Allt er þetta liður í að reyna að draga úr áhrifum frá Suður-Kóreu á þessa kúguðu og hrjáðu þjóð.

Skýrslan byggist á samtölum við mörg hundruð landflótta Norður-Kóreumenn.

Það þarf ekki að koma á óvart að norðurkóresk stjórnvöld segja skýrsluna vera byggða á „slúðri og tilbúningi“.

Í skýrslunni kemur fram að frá 2021 hafi það færst í aukana að lögreglan og öryggissveitir framkvæmi húsleitir á einkaheimilum og er þá aðallega verið að leita að ummerkjum um eitthvað erlent, til dæmis tónlist eða kvikmyndir. Einnig er leitað að sönnunum fyrir að konur hafi klæðst hvítum brúðarkjólum eða að brúðguminn hafi haldið á brúði sinni, það samræmist ekki þeirri hegðun sem yfirvöld vilja að þegnarnir tileinki sér.  Leitað er í símum fólks og kannað er hvort slangur frá Suður-Kóreu sé að finna í skilaboðum eða jafnvel símaskrám

Sólgleraugu eru ekki vel séð í landinu og eru sögð ganga gegn byltingarhugsjóninni. En þrátt fyrir það er vitað að Kim Jong-un, einræðisherra, á og notar sólgleraugu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands

Rússneskir njósnarar sagðir hafa sent sprengjur flugleiðis til Bretlands og Þýskalands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt

Starfsmaður Walmart lést á voveiflegan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrirsæta opnar sig um atvikið sem gjörbreytti lífi hennar

Fyrirsæta opnar sig um atvikið sem gjörbreytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“

Þingmaður öskraði á Karl Bretakonung- „Þetta er ekki landið þitt og þú ert ekki minn konungur“