fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Pressan

Brúðhjón harðlega gagnrýnd fyrir reglulista sem gestir þurftu að hlíta eða fara heim

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 17:30

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brúðkaupsdagurinn er einn stærsti dagurinn í lífi brúðhjónanna. Oft er mikið lagt undir, bæði fjárhagslega og hvað tíma varðar, og parið vill að allt gangi vel og allir eigi góðan og skemmtilegan dag. 

Óskir um klæðaburð gesta, niðurröðun á borð og fleira slíkt er eitthvað sem gestir eru vanir að sjá í brúðkaupum, en langur kröfulisti brúðhjóna, nánar tiltekið 15 reglur sem gestir skyldu hlýta eða hafa sig heim ella, sló ekki í gegn meðal netverja.

Listanum var deilt nafnlaust á Wedding Shaming þráð á Redding, svona eins konar Skömmumst yfir brúðkaupum þráður, með fyrirsögninni: „Ef einhver sendi mér þennan lista myndi ég einfaldlega ekki mæta í brúðkaupið.“

Reglulistinn inniheldur 15 reglur og sú fyrsta verður nú að teljast sanngjörn: 

„Þetta er stóri dagurinn þeirra A og B, ekki þinn.“ Númer tvö verður að teljast nokkuð sanngjörn líka: „Ekki vera fyrir ljósmyndaranum.“

Næst kom klassísk regla, um klæðaburð, þó að hér gangi hún nokkuð freklegar fram en margar slíkar: 

„Fatnaðurinn er SVARTUR og/eða GYLLTUR, ekki rauður, blár, grænn og ALLS EKKI hvítur!“

,,Ekki endurraða sætunum, við erum með sætisskipan af ástæðu.“

„Ef þú  borgaðir ekki eitthvað fyrir brúðkaupið, haltu þá skoðunum þínum hvað varðar „hefði átt, hefði mátt, hefði ekki“ fyrir sjálfan þig. Álit þitt skiptir engu máli.“

„Farðu varlega í drykkjuna.“ Einnig er stranglega bannað að koma með „stórar tilkynningar eða bónorð“.

„Ef þú þolir ekki eða líkar ekki við tónlistina sem spiluð er, farðu einfaldlega heim. Þetta er hátíð, ekki jarðarför.“

„Þetta er „þemað 1999 og 2000“ tegund viðburðar svo það verður twerkað.“

Hjónin tilvonandi sögðu síðan vinum sínum og fjölskyldu að nota sérsniðið myllumerki þegar myndum væri póstað á samfélagsmiðlum, eitthvað sem er orðið regla frekar en undantekning í brúðkaupum nú til dags.

Síðustu fimm reglurnar voru svo: 

„Ekki sitja allt kvöldið.“ 

„Ekkert utanaðkomandi áfengi. Ef þú verður gripinn með þitt eigið bús verður þér fylgt út.“ 

„Lestu aftur reglu númer eitt.“ 

„Brúðhjónin sögðu það sem þau sögðu.“ 

„Snúðu alla leið upp!“ eða Vertu í stuði…..

Flestum netverjum fannst brúðhjónin vera of kröfuhörð.

Karlmaður skrifaði: „Hvers konar listi er þetta? Of mikið kaós fyrir mig.“  „Hljómar ekki eins og þau séu nógu þroskuð til að giftast,“ skrifaði annar.  Þriðji bætti við: „Þessi listi er kvíðavaldandi. Einnig, twerk og snúðu alla leið upp, eða hvað sem þetta er, fer ekki saman við hugmyndina um fara varlega í drykkjuna. Ég veit ekki til hvers er ætlast af mér. Ég hata þetta fólk.“ 

Aðrir skildu þó brúðhjónin tilvonandi og skildu nauðsyn þess að gefa út svo strangar leiðbeiningar:

„Þau eru ekki að biðja um neitt óvenjulegt. Þau eru bara að setja reglur um það sem ætti að vera augljóst, en hafa líklega séð frá fyrri hegðun fjölskyldu sinnar og vina að reglurnar þurfa að vera skriflegar.“

„Er þetta svolítið hallærislegt? Já, en reglurnar munu bara trufla þá einstaklinga sem eru með vesen og eru ástæðan fyrir því að reglurnar voru settar fram skriflega.“„Af hverju eru svona margir að skilja „ekki sitja allt kvöldið,“ þannig að þú megir bara alls ekki setjast niður? Það er nokkuð augljóst að það er bara verið að reyna að fá fólk til að dansa/blanda geði við aðra gersti, frekar en að sitja allan tímann – ekki bókstaflega að segja „þú getur alls ekki sest niður alla nóttina“. Ekkert á þessum lista er í raun ósanngjarnt – bara orðað of aggresívt af einhverjum ástæðum.“

Einn skrifaði: „Fólk er að missa sig í kommentakerfinu.  Já, tónninn er svolítið ágengur, og þetta er pottþétt „við þekkjum gestinar okkar“ listi, en flestar þessar reglur eru ekki svo ósanngjarnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn

Eftirsóttur, eftirlýstur, alræmdur – Piparsveinninn loksins í fangelsi eftir að hafa sloppið fimm sinnum með skrekkinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum