fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
Pressan

Breskur sendiherra sviptur embætti eftir að hann miðaði byssu að starfsmanni

Pressan
Fimmtudaginn 6. júní 2024 10:30

Jon Benjamin með byssuna á lofti. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jon Benjamin, sem var sendiherra Bretlands í Mexíkó, var nýlega rekinn úr starfi eftir að myndband, sem sýndi hann miða byssu á starfsmann sendiráðsins fór í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Í umfjöllun Sky News um málið kemur fram að Benjamin hafi verið í opinberum erindagjörðum þegar hann tók upp byssu þar sem hann sat í bíl. Hann miðaði svo byssunni, sem er árásarriffill, að starfsmanni sendiráðsins.

Myndbandið var fyrst birt á samfélagsmiðlinum X. Í því sést Benjamin beina vopninu að manneskju, búið er að hylja andlit hennar. Í textanum, sem var birtur með myndbandinu, segir að Benjamin hafi dirfst að grínast á þennan hátt, þrátt fyrir að mexíkóskir eiturlyfjahringir myrði fólk daglega.

The Financial Times skýrði frá því í síðustu viku að Benjamin hefði verið vikið úr starfi í kjölfar atburðarins sem átti sér stað þegar hann heimsótti Durango og Sinaloa héruðin í apríl. Eiturlyfjarhringir eru áberandi í báðum ríkjunum.

Mexíkó á sér langa sögu um ofbeldi eiturlyfjahringja en um 30.000 manns eru myrt árlega af liðsmönnum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óbreyttir borgarar yfirbugðu karlmann sem er grunaður um að hafa nauðgað 13 ára stúlku

Óbreyttir borgarar yfirbugðu karlmann sem er grunaður um að hafa nauðgað 13 ára stúlku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir drukkinn ökumann aka á hjólreiðamann

Óhugnanlegt myndband sýnir drukkinn ökumann aka á hjólreiðamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Krókódíll reyndi að ná börnum – Endaði með að vera skotinn og borðaður af bæjarbúum

Krókódíll reyndi að ná börnum – Endaði með að vera skotinn og borðaður af bæjarbúum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún virtist lifa venjulegu lífi – En bak við slétt yfirborðið leyndist allt önnur manneskja

Hún virtist lifa venjulegu lífi – En bak við slétt yfirborðið leyndist allt önnur manneskja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reyndi vinsælt TikTok handfarangursráð – Uppskar flugbann fyrir athæfið

Reyndi vinsælt TikTok handfarangursráð – Uppskar flugbann fyrir athæfið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skipti um flugsæti við barn – Upplifði að eigin sögn hrylling að launum allt flugið

Skipti um flugsæti við barn – Upplifði að eigin sögn hrylling að launum allt flugið