fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Hélt að hann væri sloppinn – En 57 árum síðar gerðist það

Pressan
Miðvikudaginn 8. maí 2024 04:00

James Barbier. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá 1966 gekk James Barbier, sem er 79 ára og frá Missouri í Bandaríkjunum, laus og lifði sínu lífi. En á samvisku hans hvíldi að í nóvember þetta ár myrti hann hina 18 ára Karen Snider.

CBS News skýrir frá þessu og segir að Snider hafi verið stungin til bana á heimili sínu í Calumet City, sem er úthverfi í Chicago. Það var eiginmaður hennar, Paul Snider, sem fann hana látna klukkan 23.10 þann 12. nóvember.

Krufning leiddi í ljós að hún hafði verið stungin 125 sinnum.

Grunur beindist strax að Barbier en hann var hins vegar aldrei ákærður þar sem sönnunargögnin í málinu þóttu ekki nægilega góð til að hann myndi verða sakfelldur.

Lögreglan hóf að rannsaka málið á nýjan leik í desember 2022 og var fjöldi vitna yfirheyrður og sönnunargögn voru tekin til skoðunar á nýjan leik.

Fatnaður og lak voru send til nákvæmrar rannsóknar hjá Illinois State Crime Lab og í mars 2023 fékk lögreglan heimild hjá dómstól til að gera húsleit heima hjá Barbier og taka DNA-sýni úr honum.

DNA-sýnið úr honum sýndi svörun við því DNA sem fannst á fatnaði Snider og lakinu.

Barbier var handtekinn í síðustu viku og færður fyrir dómara. Að þinghaldinu loknu sagði Paula Larson, dóttir Paul og Karen Snider, að faðir hennar hafi alla tíð haldið því fram að Barbier hefði myrt eiginkonu hans. Paul Snider lést 1989.

„Ég átti enga von á að við myndum nokkru sinni komast svona langt. Ég trúði því ekki að DNA-svörun myndi fást, því það var ekki hægt á þessum tíma. Ég er mjög þakklát fyrir að fatnaðurinn var geymdur á svo öruggan hátt,“ sagði Paula.

Barbier var fjölskylduvinur en hann hafði unnið með Paul við lagningu járnbrautarteina.

Barbier var einn kistuberanna við útförina og samkvæmt því sem kemur fram í dómskjölum þá var hann með skurði á höndum þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?