fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Pressan

Játaði á sig skelfilegan glæp í miðju atvinnuviðtali

Pressan
Sunnudaginn 19. maí 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stephen Bodley, 26 ára karlmaður í Orange County í Bandaríkjunum, átti væntanlega ekki von á því að atvinnuviðtal ætti hugsanlega eftir að kosta hann lífstíðarfangelsisdóm.

Sú er þó raunin eftir að Bodley var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni. Bodley átti sér þann draum að verða lögreglumaður og í atvinnuviðtali við lögregluembættið í Apopka játaði hann að hafa brotið gegn ungri frænku sinni.

New York Post greinir frá þessu og segir að Bodley hafi talað um „kynferðislega leiki“ í atvinnuviðtalinu. Eftir að greinendur höfðu farið yfir viðtalið var hann boðaður í annað viðtal þar sem hann var beðinn um að útskýra fyrri ummæli sín betur. Játaði hann þá að hafa brotið gegn barni fyrir mörgum árum.

Lögregla leitaði móður fórnarlambsins uppi og kom þá í ljós að Bodley hafði átt í nánum samskiptum við barnið og fjölskyldu þess fyrir nokkrum árum síðan. Fórnarlambið sagði að Bodley hafi brotið gegn henni í nokkur skipti þegar hann var á aldrinum 14 til 19 ára.

Ákæra var gefin út í kjölfarið og var Bodley sakfelldur á dögunum. Refsing yfir honum hefur ekki verið kveðin upp en brot af þessu tagi varða allt að lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Linda fór að sinna fyrirsætuverkefni – Hún kom aldrei aftur heim

Linda fór að sinna fyrirsætuverkefni – Hún kom aldrei aftur heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pyntuðu mann til dauða – Dæmdar í ævilangt fangelsi

Pyntuðu mann til dauða – Dæmdar í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notar þú svamp við uppþvottinn? Þá skaltu lesa þetta

Notar þú svamp við uppþvottinn? Þá skaltu lesa þetta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögmaður harðlega gagnrýndur eftir ævintýralegan blaðamannafund um dóttur Ásu og Rex – „Þau eru mannætur. Þau eru skrímsli. Þau eru djöflar í mannslíki“

Lögmaður harðlega gagnrýndur eftir ævintýralegan blaðamannafund um dóttur Ásu og Rex – „Þau eru mannætur. Þau eru skrímsli. Þau eru djöflar í mannslíki“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú verður fólki refsað fyrir nekt og undarlegan klæðaburð – Sektarupphæðirnar segja sitt um umfang vandans

Nú verður fólki refsað fyrir nekt og undarlegan klæðaburð – Sektarupphæðirnar segja sitt um umfang vandans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögðu hald á rúm tvö tonn af kókaíni eftir skotbardaga á hafi úti

Lögðu hald á rúm tvö tonn af kókaíni eftir skotbardaga á hafi úti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvö ung börn lifðu 96 klukkustunda dvöl í skógi af – Hundarnir hræddu úlfa á brott

Tvö ung börn lifðu 96 klukkustunda dvöl í skógi af – Hundarnir hræddu úlfa á brott
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reyndi að kúga milljónir út úr konu sem hann rændi og beitti kynferðislegu ofbeldi

Reyndi að kúga milljónir út úr konu sem hann rændi og beitti kynferðislegu ofbeldi