fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Pressan
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 07:30

Hann ók meðal annars á móti umferð. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var David Stephenson, 51 árs, dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa stolið bíl í Ashton-under-Lyne á Englandi í janúar. Vél bílsins var í gangi þegar hann settist upp í hann og ók af stað. Í farþegasætinu var blind 89 ára kona sem þjáist einnig af elliglöpum.

Bíleigandinn, sem er dóttir gömlu konunnar, hafði brugðið sér inn í verslun en skildi bílinn eftir í gangi til að halda hita á móður sinni.

Sky News segir að lögreglan í Manchester hafi opinberað upptöku af símtalinu þegar konan hringdi í neyðarlínuna til að tilkynna um þjófnaðinn. „Bíllinn minn er horfinn og mamma mín, mamma mín er í bílnum . . . þeir tóku bílinn minn og mömmu mína. Hún er fötluð og blind og með elliglöp. Hvað ætla þeir að gera henni, hvað ætla þeir að gera mömmu minni?“ sagði hún.

Lögreglan birti einnig upptöku af eftirför lögreglunnar og sést að Stephenson ók greitt um götur Ashton-under-Lyne í Tameside, tók fram úr fjölda bíla og ók öfug megin á götunum.

Hann gafst að lokum upp og stöðvaði og var handtekinn.

Gömlu konuna sakaði ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Óeirðir og ringulreið í Leeds eftir afskipti félagsmálayfirvalda

Óeirðir og ringulreið í Leeds eftir afskipti félagsmálayfirvalda
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart